Hátíð frá Fellskoti
Nú er loksins kominn sá tími að hrossin fara að týnast inn til vetrarþjálfunar, kannski seinna en ella en þeim voru sumum hverjum riðið ansi langt inn í haustið! Nú erum við í óða önn að þrífa og græja hesthúsið svo að við getum tekið inn næstu helgi.
Það verða nokkur áhugaverð hross inni í vetur og efst á blaði eru þau Boði frá Sauðárkróki, Viðja frá Meiri-Tungu III, Karen frá Árbæ, prinsessan okkar, Hátíð frá Fellskoti og stóðhesturinn Baldur frá Lækjarbotnum. Þriggja vetra hrossin verða líka fyrirferðamikil en í haust voru frumtamin tvö Trúsafkvæmi, Þristdóttir og tvær afar efnilegar Klettsdætur, en það má lesa meir um þau HÉR. Einnig verða inni tvær efnilegar hryssur sem stefnt er með í dóm næsta vor, þær Móna frá Skarði og Gyðja frá Syðri-Löngumýri.
Á myndinni er Hátíð frá Fellskoti veturinn 2010 - eftir nokkurra mánaða tamningu. Hún mun prýða hesthúsið okkar í vetur. Það er mikil tilhlökkun að þjálfa hana Hátíð enda mjög efnileg og geðgóð með einsdæmum..
Það verða nokkur áhugaverð hross inni í vetur og efst á blaði eru þau Boði frá Sauðárkróki, Viðja frá Meiri-Tungu III, Karen frá Árbæ, prinsessan okkar, Hátíð frá Fellskoti og stóðhesturinn Baldur frá Lækjarbotnum. Þriggja vetra hrossin verða líka fyrirferðamikil en í haust voru frumtamin tvö Trúsafkvæmi, Þristdóttir og tvær afar efnilegar Klettsdætur, en það má lesa meir um þau HÉR. Einnig verða inni tvær efnilegar hryssur sem stefnt er með í dóm næsta vor, þær Móna frá Skarði og Gyðja frá Syðri-Löngumýri.
Á myndinni er Hátíð frá Fellskoti veturinn 2010 - eftir nokkurra mánaða tamningu. Hún mun prýða hesthúsið okkar í vetur. Það er mikil tilhlökkun að þjálfa hana Hátíð enda mjög efnileg og geðgóð með einsdæmum..