Vaka er undan Orra frá Þúfu og Væntingu frá Stóra-Hofi. Heiðursverðlaunahestinn Orra er óþarfi að kynna en Vaka er fyrsta afkvæmi hans sem við eignumst. Vænting er af "aðalsættum" en hún er undan Stíg frá Kjartansstöðum og Gloríu frá Sauðárkróki, en Vænting hlaut 8.05 fjögurra vetra gömul. Þannig að það er sterkur bakgrunnur á bakvið Vöku. Vaka var sýnd fjögurra vetra gömul og hlaut þá 8.22 fyrir byggingu og 7.50 fyrir hæfileika en eftir það hefur hún verið í folaldseign.
Vaka var þjálfuð veturinn 2012 og fór í kynbótadóm það sumarið. Hún hlaut í aðaleinkunn 7.99. Hún á klárlega meira inn og náði ekki að sína sitt "rétta andlit" í dómnum. Vaka er fylfull við Krák frá Blesastöðum. |
M : Vænting frá Stóra-Hofi (8.05)
MM : Gloría frá Sauðárkrók MMF : Þáttur frá Kirkjubæ MMM : Rauðhetta frá Sauðárkrók (M : Síða frá Sauðárkrók) MF : Stígur frá Kjartansstöðum MFM : Terna frá Kjartansstöðum MFF : Náttfari frá Ytra-Dalsgerði F : Orri frá Þúfu (8.34 - heiðursverðlaun f. afkvæmi) FM : Dama frá Þúfu FF : Otur frá Sauðárkróki BLUP : 117 |
Héraðssýning á Vesturlandi 2012
Knapi : Sigurður Vignir Matthíasson