Hera frá Eylandi - IS2010284083
Hera frá Eylandi er loksins komin í heiminn eftir mikla bið. Hera er fjórða folald Veru frá Ingólfshvoli en fyrir átti hún þrjá hesta! Hera er líklega undan Oliver frá Kvistum (8.67) en gæti einnig verið undan bróður hans, Óm frá Kvistum (8.61), en DNA greining fær að skera út um það. Hera fer um á flottu tölti og skeiði en fyrri afkvæmi Veru hafa fremur valið að fara á tilþrifamiklu brokki þannig að líklega er Hera nokkuð ólík þeim að ganglagi!
M : Vera frá Ingólfshvoli
F : Ómur frá Kvistum
BLUP : 117
Myndin var tekin af Heru þegar hún var á leið til, heiðursverðlauna stóðhestsins, Sæs frá Bakkakoti.
M : Vera frá Ingólfshvoli
F : Ómur frá Kvistum
BLUP : 117
Myndin var tekin af Heru þegar hún var á leið til, heiðursverðlauna stóðhestsins, Sæs frá Bakkakoti.
Duld frá Eylandi - IS2010284082
Duld er undan heiðursverðlaunahestinum Hróður frá Refsstöðum. Móðir hennar er Draumsýn frá Minni-Borg, alhliðahryssa undan Glóðari frá Reykjavík. Okkur lýst ferlega vel á Duld sem er fínleg, með langan háls sem er frekar háttsettur þrátt fyrir að vera undan Hróð.. greinilega fengið það frá mömmu sinni. Hún er háfætt en fremur smá. Gangurinn er frábær en hún töltir á eftir mömmu sinni og tekur síðan rosalega skeiðspretti eftir henni en fer lítið af gangi. Duld er laus við litareinkenni föður síns og er "bara" alrauð með stjörnu og við erum mjög ánægð með það!
F : Hróður frá Refsstöðum
M : Draumsýn frá Minni-Borg
BLUP : 111
F : Hróður frá Refsstöðum
M : Draumsýn frá Minni-Borg
BLUP : 111
Kraflar frá Mykjunesi - IS2010186720
Elja frá Þingeyrum kastaði gullfallegu folaldi sem reyndist vera afar lipurt hestfolald en það er með mjög skásetta bóga og fer um á miklu tölti og skeiði með fáséðum fótahreyfingum! Faðir folaldsins er heiðursverðlauna stóðhesturinn Keilir frá Miðsitju. Elja gekk nú frekar lengi með folaldið samkvæmt okkar útreikningum svo að hún var drifin með sæta strákinn sinn til að hitta stóðhestinn Byr frá Mykjunesi. Elja er fyrstu verðlauna klárhryssa undan Glað frá Hólabaki og hefur ma. hlotið 9 fyrir fegurð í reið. Litli guttinn virðist erfa fótaburðinn frá foreldrum sínum en það er allt gaman að fylgjast með svona tilþrifamiklum folöldum.
M : Elja frá Þingeyrum
F : Keilir frá Miðsitju
Myndirnar tala sínu máli en þær voru teknar af Ragnhildi Matthíasdóttur þegar kappinn var um dags gamall.
M : Elja frá Þingeyrum
F : Keilir frá Miðsitju
Myndirnar tala sínu máli en þær voru teknar af Ragnhildi Matthíasdóttur þegar kappinn var um dags gamall.
Hrafntinna frá Mykjunesi - IS2010286720
Hrafntinna frá Mykjunesi leit dagsins ljós fyrsta dag júní mánuðar. Hún er undan Hrafndís frá Hofi, Hrafnsdóttur frá Holtsmúla. Faðirinn er Byr frá Mykjunesi, afar frambærilegur stóðhestur. Frekari upplýsingar um Byr má sjá síðunni hans HÉR.
Hrafntinna er frekar stór og fer um á öllum gangi en velur allra helst tölt. Hún er háfætt með vel settan háls og langt hnakkaband en það virðist einkenna folöldin undan Byr.
M : Hrafndís frá Hofi
MF : Hrafn frá Holtsmúla
F : Byr frá Mykjunesi
Á myndinni eru þær mæðgur Hrafndís og Hrafntinna á leið til Álffinns frá Syðri-Gegnishólum sem er albróðir Álfs frá Selfossi.
Hrafntinna er frekar stór og fer um á öllum gangi en velur allra helst tölt. Hún er háfætt með vel settan háls og langt hnakkaband en það virðist einkenna folöldin undan Byr.
M : Hrafndís frá Hofi
MF : Hrafn frá Holtsmúla
F : Byr frá Mykjunesi
Á myndinni eru þær mæðgur Hrafndís og Hrafntinna á leið til Álffinns frá Syðri-Gegnishólum sem er albróðir Álfs frá Selfossi.
Keilirssonur frá Mykjunesi - IS20101
Perla frá Framnesi kastaði fallegum Keilissyni, jarpstjörnóttum. Litli guttinn hefur ekki fengið nafn en hann er reffilegur að sjá. Hann er lofthár og framfallegur sem kemur kannski ekki óvart en Perla hefur verið að gefa afar framflott folöld og ég tala ekki um heiðursverðlaunahestinn Keili sem er að gefa afar falleg afkvæmi og hæfileikarík!! Hann er agalega sætur og fer um á tölti og brokki. Guttinn er sameign feðganna Matta, Sigga og Davíðs svo að nú þurfa þeir að finna flott nafn á kappann!!
M : Perla frá Framnesi
F : Keilir frá Miðsetju
Myndin er af Perlu frá Framnesi og Keilirssyninum í byrjun júlí. Perla hélt síðan seinna í júlí stóðhestsins Byrs frá Mykjunesi.
M : Perla frá Framnesi
F : Keilir frá Miðsetju
Myndin er af Perlu frá Framnesi og Keilirssyninum í byrjun júlí. Perla hélt síðan seinna í júlí stóðhestsins Byrs frá Mykjunesi.