Hákon frá Ragnheiðarstöðum - IS2007182575
Við eigum hlut í Hákoni frá Ragnheiðarstöðum. Hákon er ræktaður af góðum vinum okkar, þeim Hannesi Sigurjóns og Ingu Cristinu. Hákon er afar fallegur; lofthár og hálslangur. Hann byrjar afar vel í tamningu og þjálfun með glæsilegt tölt og brokk en afar líklegt að hans sé klárhestur enda foreldrar hans hvoru tveggja klárhross, Hátíð með 10 fyrir tölt og Álfur með 9.5. Hákon er nú í tamningu hjá Ella og Viðju í Langholti. Fréttir af kappanum má lesa á heimasíðunni hans HÉR.
Hann er á fimmta vetur og hefur fengið mikla notkun sl. 3 sumur og nokkrar dívur heimsótt hann. Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni sem einstakling og vonandi sem kynbótahesti!
F: Álfur frá Selfossi (8.46)
FF: Orri frá Þúfu (8.34 - heiðursverðlaun)
FM: Álfadís frá Selfossi (8.31)
M: Hátíð frá Úlfsstöðum (8.38)
MF: Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45 - heiðursverðlaun)
MM: Harka frá Úlfsstöðum (7.94)
BLUP 120
Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í mars 2011 eftir aðeins 3 mánaða tamningu. Hreyfieðlið og gangrýmið í Hákoni er einstakt!
Hann er á fimmta vetur og hefur fengið mikla notkun sl. 3 sumur og nokkrar dívur heimsótt hann. Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni sem einstakling og vonandi sem kynbótahesti!
F: Álfur frá Selfossi (8.46)
FF: Orri frá Þúfu (8.34 - heiðursverðlaun)
FM: Álfadís frá Selfossi (8.31)
M: Hátíð frá Úlfsstöðum (8.38)
MF: Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45 - heiðursverðlaun)
MM: Harka frá Úlfsstöðum (7.94)
BLUP 120
Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í mars 2011 eftir aðeins 3 mánaða tamningu. Hreyfieðlið og gangrýmið í Hákoni er einstakt!