Dagfari frá Eylandi - IS2008184082
Dagfari og Bylgja 2013
Dagfari er undan Veru okkar sem er í miklu uppáhaldi. Faðirinn er Aron frá Standarhöfði. Dagfari sýndi alltaf gormahreyfingar í uppvexti og sama nú í tamningu. Er með góðar og jafnar gangtegundir. Hann fór á sitt fyrsta mót í ágúst 2013 og hlaut 6.73 í fjórgang ásamt Bylgju Gauks. Lofandi keppnishestur!
M : Vera frá Ingólfshvoli (8.26 fyrir hæfileika)
F : Aron frá Strandarhöfði (8.54 - heiðursverðlaun fyrir afkvæmi)
BLUP : 114
M : Vera frá Ingólfshvoli (8.26 fyrir hæfileika)
F : Aron frá Strandarhöfði (8.54 - heiðursverðlaun fyrir afkvæmi)
BLUP : 114
Askja frá Mykjunesi - IS2008286725
Askja og Bylgja í sveiflu
Askja er fyrsta afkvæmi hennar Elju okkar sem við kynnumst. Askja er undan tveimur klárhrossum en Elja hlaut á sýnum tíma átta 8.5 og 9 fyrir fegurð í reið. Faðir Öskju er klárhesturinn Akkur frá Brautarholti en hann var undan miklum vekring, Galsa frá Sauðárkróki. Askja er alhliðahryssa með sterkar og traustar gangtegundir. Lundin er mjög traust og samvinnuþýð. Askja er klárlega framtíðarhryssa hjá okkur á Eylandi. Hlaut 8.08 í aðaleinkunn 4.vetra gömul á Landsmóti í Reykjavík 2012 - þar af 8.20 fyrir hæfileika! Bætti um betur fimm vetra og hlaut 8.42 fyrir hæfileika.
M : Elja frá Þingeyrum (8.04 - klárhryssa)
F : Akkur frá Brautarholti (8.57)
BLUP : 118
M : Elja frá Þingeyrum (8.04 - klárhryssa)
F : Akkur frá Brautarholti (8.57)
BLUP : 118
Þjórsá frá Eylandi - IS2008284082 - seld
Þjórsá í febrúar 2012
Þjórsá er stór og stæðileg undan Aronssyninum Jakobi frá Árbæ og Grettlu frá Ási 2. Henni er laus gangur og hreyfingarnar eru liprar og skemmtilegar. Hún er sérstök að lit eins og öll afkvæmi Falar. Hún fæddist dökkbleikálótt eða jörp, varð síðan tinnusvört en er nú farin að grána. Í uppvextinum er Þjórsá það tryppi sem virkilega hefur fangað augað, bæði falleg og með frábært ganglang og hreyfingar! Verulega spennandi tryppi.
M : Föl (Grettla) frá Ási 2
F : Jakob frá Árbæ (8.26)
FF : Aron frá Strandarhöfði (8.54 - heiðursverðlaun fyrir afkvæmi)
BLUP : 101
M : Föl (Grettla) frá Ási 2
F : Jakob frá Árbæ (8.26)
FF : Aron frá Strandarhöfði (8.54 - heiðursverðlaun fyrir afkvæmi)
BLUP : 101
Hávar frá Mykjunesi - IS2008186976 - fórst
Hávar er afar vel gert folald sem fangar augað. Háar og öflugar herðar, skemmtilegar hreyfingar og síðan er liturinn æði. Hávar er undan gæðingnum Kletti frá Hvammi og Hrafnsdótturinni, Hrafndís frá Hofi. Hávar fór vel af stað í frumtamningu haustið 2011, lofandi alhliðahestur. Hávar er til sölu.
M : Hrafnadís frá Hofi
F : Klettur frá Hvammi (8.49 - 1. verðlaun fyrir afkvæmi)
BLUP : 107
M : Hrafnadís frá Hofi
F : Klettur frá Hvammi (8.49 - 1. verðlaun fyrir afkvæmi)
BLUP : 107
Höður frá Eylandi - IS2008184083
Höður er undan Hrafnhettu og Barða frá Laugarbökkum, en sá er stórættaður 1.verðlauna klárhestur (9 tölt og fegurð í reið) undan Birtu frá Hvolsvelli og Þokka frá Kýrholti. Höður fer um á tölti og brokki. Hann er mjög laglegur með fallegan háls.
M : Hrafnhetta frá Lækjamóti
F : Barði frá Laugarbökkum (8.29)
BLUP : 102
M : Hrafnhetta frá Lækjamóti
F : Barði frá Laugarbökkum (8.29)
BLUP : 102