Davíð Matthíasson og Rut Skúladóttir hafa stundað og hestamennsku frá barnæsku. Þau eru með ræktun sína aðalega á Eylandi ásamt foreldrum Rutar, Guðrúnu Láru og Skúla. Eyland er staðsett 5 km fyrir utan Hvolsvöll, í V-Landeyjum. Jörðin telur 220 hektara af úrvalsbeitilandi og ræktuðum túnum. Eyland er í eigu Guðrúnar Láru og Skúla.
Hestamennskan hjá Davíð og Rut er áhugamál og ekki stunduð að atvinnu þó stundum jaðri við það, það má segja að þetta sé þeirra önnur vinna. Þau eiga 12 hesta hús ásamt Guðrúnu Láru og Skúla í Víðidalnum. Þar fer fram tamning, þjálfun og folaldauppeldi. Davíð og Rut eru einnig með ræktun á Mykjunesi ásamt föður Davíðs, Matthíasi. Þau fá á ári hverju um 5-10 folöld á ári og eru með um níu fyrstu verðlauna hryssur í ræktun. Áhugi Davíðs og Rutar liggur aðallega í keppni og ræktun.
Hestamennskan hjá Davíð og Rut er áhugamál og ekki stunduð að atvinnu þó stundum jaðri við það, það má segja að þetta sé þeirra önnur vinna. Þau eiga 12 hesta hús ásamt Guðrúnu Láru og Skúla í Víðidalnum. Þar fer fram tamning, þjálfun og folaldauppeldi. Davíð og Rut eru einnig með ræktun á Mykjunesi ásamt föður Davíðs, Matthíasi. Þau fá á ári hverju um 5-10 folöld á ári og eru með um níu fyrstu verðlauna hryssur í ræktun. Áhugi Davíðs og Rutar liggur aðallega í keppni og ræktun.
Rut
Davíð hefur verið duglegur í gegnum árin á keppnisvellinum og verið með margan gæðinginn. Þar má fyrstan telja Vin frá Svanavatni sem hann varð Landsmótsmeistari á í barnaflokk 1994, einnig unnu þeir félagar nokkra Íslandsmeistaratitla. Davíð átti farsælan feril með höfðingjanum Prata frá Stóra-Hofi og uppskar fjölmarga Íslandsmeistartitla í yngri flokkum og landsmótsmeistaratitil í ungmennaflokk 1998. Í seinni tíð hefur Davíð verið með góða hesta, þar má nefna fimmgangshestinn Hatt frá Norður-Hvammi, en þeir voru miklir mátar og í eldlínunni í fimmgang í nokkur ár. Davíð byrjaði einnig með heimsmeistarann Fálka frá Sauðárkróki á keppnisvellinum og þeir unnu Reykjavíkurmeistaramót 2001 í fimmgangi, og fengu fyrstir allra tíu á línuna fyrir fet! Davíð hefur alla tíð haft mikinn skeiðáhuga og varð meðal annars annar í 150 metra skeiði á Vorboða frá Höfða á Landsmóti 2006. Nú í seinni tíð hefur áhugi Davíðs færst meira á kynbótavöllinn og í þjálfun kynbótahrossa með góðum árangri en einnig eru nokkrir góðir keppnishestar í mótun ss. þeir Boði frá Sauðárkróki og Baldur frá Lækjarbotnum.
Á myndinni hér til hliðar er mynd af þeim félögum Hatt frá Norður-Hvammi og Davíð. Þeir áttu farsælan feril á brautinni í fimmgangsgreinum.
Á myndinni hér til hliðar er mynd af þeim félögum Hatt frá Norður-Hvammi og Davíð. Þeir áttu farsælan feril á brautinni í fimmgangsgreinum.
Davíð
Rut byrjaði í hestamennsku um 12 ára aldur og var eina í fjölskyldunni sem hafði áhuga fyrir hestum en foreldrar hennar, Skúli og Guðrún Lára hafa ávallt stutt hana rækilega. Hennar fyrsti keppnishestur var Klerkur frá Dalsmynni en þau voru farsæl og var Klerkur góður kennari. Rut hefur síðan verið með góða hesta og þar má nefna Ófeig frá Laxárnesi, en þau unnu nokkra titla saman. Óm frá Hjaltastöðum fékk Rut hjá Ragga Hinriks og voru þau farsæl í fjórgang ungmennaflokk, Ómur státaði að einstök feti. Uppáhalds keppnishross Rutar er Vera frá Ingólfshvoli, hágeng og rúm tölthryssa. Þær stöllur kepptu mikið saman og voru meðal annars í 2.sæti á Kvennaístöltinu 2006 og í úrslitum á fjölmörgum töltkeppnum og unnu meðal annars Íþróttamót Mána. Vera er nú komin í folaldseignir. Rut er forfallinn kynbóta- og ræktun áhugamanneskja en þykir einnig gaman að keppa inn á milli.
Myndin hér fyrir ofan er af 1.verðlauna hryssunni Viðju frá Meiri-Tungu III, frábær hryssa sem hefur ma. hlotið 9 fyrir tölt, brokk og vilja/geðslag - 8.41 fyrir hæfileika og 8.21 í aðaleinkunn. Rut sá um þjálfun á Viðju.
Myndin hér fyrir ofan er af 1.verðlauna hryssunni Viðju frá Meiri-Tungu III, frábær hryssa sem hefur ma. hlotið 9 fyrir tölt, brokk og vilja/geðslag - 8.41 fyrir hæfileika og 8.21 í aðaleinkunn. Rut sá um þjálfun á Viðju.