Fas, fótaburður, rými..
Ræktunin að Eylandi er ung að aldri og höfum við á síðustu árum eignast góðar hryssur með eiginleika sem við viljum hafa í okkar rækun. Í dag eigum við níu 1.verðlauna hryssur auk einnar sem er aðeins með 1. verðlaun fyrir hæfileika. Þrjár af hryssunum eru með bæði 9 fyrir tölt og vilja/geðslag, einnig er ein með 9.5 fyrir brokk. Við leggjum áherslu á miklar hreyfingar, rúmar og aðskildar gangtegundir sem og fallega frambyggingu og fas.
Hér fyrir neðan má sjá bæði núverandi og framtíðarræktunarhryssur hjá okkur. Hægt er að ýta á myndirnar til að fá frekari upplýsingar um þær..
Hér fyrir neðan má sjá bæði núverandi og framtíðarræktunarhryssur hjá okkur. Hægt er að ýta á myndirnar til að fá frekari upplýsingar um þær..