Dagfari frá Eylandi - IS2008184082

Dagfari eftir þriggja mánaða tamningu
Dagfari er undan Veru okkar sem er í miklu uppáhaldi. Hann varð strax stórt og stæðilegt folald. Honum er laus gangur og fer um á brokki og tölti. Hann er hágengur undir sér enda á hann kyn til að verða “fótaburðadýr”.
Í febrúar 2009 fór Dagfari í folaldasýningu og uppskar 3. sætið. Dómari var Kristinn Hugason og sagði hann að Dagfari væri þroskað folald með vel settan háls og afar mjúkar og miklar hreyfingar. Við bindum vonir við Dagfara og hann verður ógeltur þar til annað kemur í ljós.
M : Vera frá Ingólfshvoli (7.85)
M : Hera frá Gerðum (7.90)
F : Gustur frá Grund (8.29)
F : Aron frá Strandarhöfði (8.54 - 1.verðl fyrir afkvæmi)
FF : Óður frá Brún (8.34 - heiðursverðlaun fyrir afkvæmi)
FM : Yrsa frá Skjálg (7.90 - 6 fyrstu verðl afkvæmi)
BLUP : 114
Dagfari var frumtamin haustið 2011. Hann er í senn mjög skemmtilegur í umgengni en vel viljugur. Dagfari hefur mikla skrokkmýkt eins og hann hefur sýnt síðan hann var folald. Hann fór mest um á brokki í fyrstu en nú farinn að tölta vel með meiri styrk. Meðfylgjandi myndir eru af Dagfara og Bylgju Gauks sem hefur séð um tamningu og þjálfun á honum.
Í febrúar 2009 fór Dagfari í folaldasýningu og uppskar 3. sætið. Dómari var Kristinn Hugason og sagði hann að Dagfari væri þroskað folald með vel settan háls og afar mjúkar og miklar hreyfingar. Við bindum vonir við Dagfara og hann verður ógeltur þar til annað kemur í ljós.
M : Vera frá Ingólfshvoli (7.85)
M : Hera frá Gerðum (7.90)
F : Gustur frá Grund (8.29)
F : Aron frá Strandarhöfði (8.54 - 1.verðl fyrir afkvæmi)
FF : Óður frá Brún (8.34 - heiðursverðlaun fyrir afkvæmi)
FM : Yrsa frá Skjálg (7.90 - 6 fyrstu verðl afkvæmi)
BLUP : 114
Dagfari var frumtamin haustið 2011. Hann er í senn mjög skemmtilegur í umgengni en vel viljugur. Dagfari hefur mikla skrokkmýkt eins og hann hefur sýnt síðan hann var folald. Hann fór mest um á brokki í fyrstu en nú farinn að tölta vel með meiri styrk. Meðfylgjandi myndir eru af Dagfara og Bylgju Gauks sem hefur séð um tamningu og þjálfun á honum.