Spes er gullfalleg alhliðahryssa undan Atlasi frá Hvolsvelli og Hremmsu frá Stóra-Hofi. Við erum mjög hrifin af ræktuninni að Stóra-Hofi og festum kaup á Spes í febrúar 2008 og eigum hana til helminga með Ragnhildi Matthíasdóttur og Leif Arasyni. Spes fór í byggingadóm vorið 2008 og hlaut þá 8.53. Hún fór í fullnaðardóm í Víðidal 2009 og flaug í 1.verðlaun.
Stefnt var á að sýna Spes aftur sumarið 2010 en vegna kvefflensunar var ákveðið að hætta við frekari sýningar. Okkur finnst Spes þó eiga töluvert inni, sérstaklega hvað varðar tölt og skeið. F : Atlas frá Hvolsvelli (8.66) FF : Kormákur frá Flugumýri (8.35) FM : Saga frá Hvolsvelli (7.90 - klárhryssa) M : Hremmsa frá Stóra-Hofi (8.07) MF : Náttfari frá Ytra-Dalsgerð (8.54) MM : Nótt frá Kröggólfsstöðum (8 - heiðursverðlaun fyrir afkvæmi) BLUP : 114 |
Kynbótasýning í Víðidal 2009
Knapi : Sigurður Vignir Matthíasson