Gyðja frá Syðri-Löngumýri - IS2005256550
Gyðja er efnileg alhliðahryssa undan heimsmeistaranum Krafti frá Bringu og Gnótt frá Syðri-Löngumýri. Gyðja var frumtamin haustið 2009 en var síðan úti í ár þar sem okkur fannst henni vanta þroska fyrir frekari þjálfun. Gyðja var síðan tekin aftur inn haustið 2010 og hafði þá aldeilis sprungið út, þroskast og stækkað. Hún er með góðar, hreinar gangtegundir og frábæra byggingu að okkar mati en hún er svolítið fiðrildi og þarf tíma til að lenda.
F : Kraftur frá Bringu (8.55 - 1.verðlaun fyrir afkvæmi)
M : Gnótt frá Syðri-Löngumýri (1.verðlaun fyrir hæfileika)
BLUP : 109
F : Kraftur frá Bringu (8.55 - 1.verðlaun fyrir afkvæmi)
M : Gnótt frá Syðri-Löngumýri (1.verðlaun fyrir hæfileika)
BLUP : 109
Klakkur frá Eylandi - IS2006184062 - SELDUR
Klakkur er klárhestur undan Reyni frá Hólshúsum og Föl frá Ási II. Hann er með mikinn fótaburð og aðeins farinn að stíga töltið en hann er bara um tveggja mánaða taminn. Mjög spennandi hestur sem sýnir mikinn gang og fótaburð.
F : Reynir frá Hólshúsum (8.19)
M : Föl frá Ási II
F : Reynir frá Hólshúsum (8.19)
M : Föl frá Ási II
Sandra frá Lækjadal - IS2005256823
Sandra er klárhryssa undan Parker frá Sólheimum. Hún er svona ekta klárhestatýpa og hefur þurft töluverða vinnu til að fá töltið gott og sterkt en nú er það komið. Hún er með úrvals stökk og brokk. Hún fór fjögurra vetra í byggingardóm og hlaut 7.93, en á mikið inni enda hefur hún þroskast mikið. Hún er feikna stór, um 145 cm á herðar og tinnusvört, afar glæsileg! Við eigum Söndru til helminga með Ragnhildi systur Davíðs og Leif sem er maðurinn hennar, þau hafa séð um tamningu og þjálfun á Söndru.
F : Parker frá Sólheimum (8.39 - klárhestur)
M : Garún frá Lækjardal
Myndin er af Parker frá Sólheimum. Mynd af Söndru er væntanleg.
F : Parker frá Sólheimum (8.39 - klárhestur)
M : Garún frá Lækjardal
Myndin er af Parker frá Sólheimum. Mynd af Söndru er væntanleg.