Prati frá Stóra-Hofi
Vinirnir Prati og Davíð
Prati á stóran sess í hjarta Davíðs enda brölluðu þeir ýmislegt saman. Unnu ungmennaflokk á Landsmóti 1998 og voru í raun ósigrandi á árunum 1997-2000 hvar sem litið var. Þeir unnu fjöldan allan af titlum ma. nokkra Íslandsmeistara titla bæði í tölti og fjórgang á þessum árum. Prati og Davíð hættu að keppa árið 2000.
Prati er mjög sérstakur, í raun bara eins manns hestur eins og sumir hafa reynslu af. Vissa menn tekur hann út fyrir að hitta, sér í lagi dýralækni, þá er fjandinn laus. Það hefur ávallt verið barningur að raspa og gefa honum ormalyf, hvað þá reyna að raka hann eða gera einhverjar slíkar kúnstir.
Prati er frá Stóra-Hofi og er undan hinum frábæra Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði og hryssunni Kolku frá Kolkósi. Prati býr yfir gífurlegu rými á öllum gangi og feikna fótaburði. Fyrir neðan er myndbrot af Landsmóti 1998 og þá var Prati á sínu besta skeiði enda hömpuðu þeir titli þar.
Prati hefur eytt sínum efri árum á Eylandi í góðu yfirlæti. Hann var á tímabili alltaf fremstur í stóðinu, við klóruðum okkur oft í höfðinu og veltum fyrir okkar hvaða brúna hreyfingmikla tryppi þetta væri en þá var það gamli sem leiddi hópinn. Nú heldur hann sig meira með fylfullu merunum og passar upp á þær líkt og stóðhestur. Prati hefur verið í léttu trimmi á sumrin og komið með í hestaferðir, það er ekki leiðinlegt að ríða honum í ferðum. Hann er viljugastur allra og slær aldrei af, gangrýmið er ótrúlegt! Nú síðast liðin ár hefur Prati elst töluvert en er enn í góðu formi og heldur holdum svo að hann eyðir síðustu æviárunum í rólegheitunum í Eylandi.
Hér fyrir neðan er myndband frá Landsmóti 1998 þar sem Prati og Davíð unnu ungmennaflokkinn með glæsibrag. Prati breytti ekki út af venjunni og lét óstýrlega í verðlaunaafhendingunni að vanda. Myndin hér tað ofan er af þeim félögum vorið 2009.
Prati er mjög sérstakur, í raun bara eins manns hestur eins og sumir hafa reynslu af. Vissa menn tekur hann út fyrir að hitta, sér í lagi dýralækni, þá er fjandinn laus. Það hefur ávallt verið barningur að raspa og gefa honum ormalyf, hvað þá reyna að raka hann eða gera einhverjar slíkar kúnstir.
Prati er frá Stóra-Hofi og er undan hinum frábæra Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði og hryssunni Kolku frá Kolkósi. Prati býr yfir gífurlegu rými á öllum gangi og feikna fótaburði. Fyrir neðan er myndbrot af Landsmóti 1998 og þá var Prati á sínu besta skeiði enda hömpuðu þeir titli þar.
Prati hefur eytt sínum efri árum á Eylandi í góðu yfirlæti. Hann var á tímabili alltaf fremstur í stóðinu, við klóruðum okkur oft í höfðinu og veltum fyrir okkar hvaða brúna hreyfingmikla tryppi þetta væri en þá var það gamli sem leiddi hópinn. Nú heldur hann sig meira með fylfullu merunum og passar upp á þær líkt og stóðhestur. Prati hefur verið í léttu trimmi á sumrin og komið með í hestaferðir, það er ekki leiðinlegt að ríða honum í ferðum. Hann er viljugastur allra og slær aldrei af, gangrýmið er ótrúlegt! Nú síðast liðin ár hefur Prati elst töluvert en er enn í góðu formi og heldur holdum svo að hann eyðir síðustu æviárunum í rólegheitunum í Eylandi.
Hér fyrir neðan er myndband frá Landsmóti 1998 þar sem Prati og Davíð unnu ungmennaflokkinn með glæsibrag. Prati breytti ekki út af venjunni og lét óstýrlega í verðlaunaafhendingunni að vanda. Myndin hér tað ofan er af þeim félögum vorið 2009.
Klerkur frá Dalsmynni
Æfing fyrir LM 2004
Klerkur er fyrsti keppnishestur Rutar og gengu þau saman í gegnum súrt og sætt. Fyrstu árin voru erfið en lærdómsfull og var Klerkur besti kennari sem hægt að var að hugsa sér. Um 2000 tók Klerkur að springa út og unnu þau Rut flestar keppnir í Hestamannafélaginu Mána, hvort sem það var fjórgangur, tölt, firmakeppni, vetrarleikar og svona má lengi telja. Hann aðall voru jafna gangtegundir og úrvals brokk; taktfast, fallegt og hreyfingamikið! Klerkur og Rut náðu úrslitum í fjórgang á mörgum Íslandsmótum og voru mjög farsæl, í raun alltaf í úrslitum ef þau tóku þátt. Árið 2004 unnu þau ungmennaflokk á Hvítasunnumóti Fáks sem var mjög ánægjulegt!
En það er gaman að rifja það upp að í raun var það Klerkur sem leiddi þau Davíð og Rut saman. Það byrjaði þannig að Rut var í reiðtímum hjá Siggi Matt bróður Davíðs svo að þá kynntust Rut og Davíð, nokkrum árum seinna kynntust þau betur og hafa verið saman síðan 2001. Klerkur kallinn gerði ekki bara usla á brautinni heldur var hann líka hjúskapamiðlari! ;)
Klerkur var frábær kennari og keppti yngri systir Rutar, Soffía Rún, töluvert á honum með góðum árangri. Klerkur er fæddur 1991 svo að hann nálgast tvítugt en hann hefur eytt síðustu árum í góðu yfirlæti í Eylandi. Hann hefur aðeins verið í trimmi á sumrinn en gamli er orðinn fótafúinn svo að hann er bara kominn í frí héðan eftir.
Myndin hér til hliðar var tekin af þeim Rut og Klerk við æfingar fyrir Landsmót 2004. Því miður eru ekki til betri myndir af kappanum, ætli þurfi ekki að kippa því liðinn, einhvers staðar ættu góðar myndir að leynast af honum.
En það er gaman að rifja það upp að í raun var það Klerkur sem leiddi þau Davíð og Rut saman. Það byrjaði þannig að Rut var í reiðtímum hjá Siggi Matt bróður Davíðs svo að þá kynntust Rut og Davíð, nokkrum árum seinna kynntust þau betur og hafa verið saman síðan 2001. Klerkur kallinn gerði ekki bara usla á brautinni heldur var hann líka hjúskapamiðlari! ;)
Klerkur var frábær kennari og keppti yngri systir Rutar, Soffía Rún, töluvert á honum með góðum árangri. Klerkur er fæddur 1991 svo að hann nálgast tvítugt en hann hefur eytt síðustu árum í góðu yfirlæti í Eylandi. Hann hefur aðeins verið í trimmi á sumrinn en gamli er orðinn fótafúinn svo að hann er bara kominn í frí héðan eftir.
Myndin hér til hliðar var tekin af þeim Rut og Klerk við æfingar fyrir Landsmót 2004. Því miður eru ekki til betri myndir af kappanum, ætli þurfi ekki að kippa því liðinn, einhvers staðar ættu góðar myndir að leynast af honum.
Hattur frá Norður-Hvammi
Hattur var aðsópsmikill fimmgangari sem margir muna eftir á brautinni fyrir nokkrum árum. Hattur státaði af einstöku brokki, slíkt brokk höfum við ekki kynnst nema hjá Hatt. Hann var einnig með frábært, stórstígt fet og snið-fallegt, taktgott skeið. Hann var frábær fimmgangari en ekki fyrir alla, með erfiðari hestum. Frekar kaldlyndur en Davíð og Hattur urðu miklir félagar en þeir voru framarlega í fimmgang á árunum 2002-2005. Hattur og Davíð hömpuðu mörgum sigrum og voru nokkrum sinnum í úrslitum í Meistaraflokki fimmgang á Íslandsmótum.
Að hausti 2005 fengum við tilboð í Hatt og ákváðum að selja hann, það var ekki létt ákvörðun. Varð úr að Hattur var seldur til Svíðþjóðar með mikilli eftirsjá. Hattur lenti í slysi vorið 2006 og þurfti að fella hann. Eftir á að hyggja hefðum við viljað eiga höfðingjann Hatt og leyfa honum að eldast í haganum í Eylandi með hinum höfðingjunum. Það var mikil eftirsjá í Hatt.
Vorið 2009 fæddist glæsilegt brúnskjótt stóðhestsefni undan Álf frá Selfossi og gæðingshryssunni Keilu frá Bjarnanesi (8.35). Eftir nokkra pælingar fékk hann nafnið Hattur frá Bjarnastöðum í höfuðið á Hatt okkar. Við eigum Hatt yngri með góðum vin okkar, Elmari Sigurðssyni.
Myndin hér til hliðar er tekin af ljósmyndara tímaritsins Hestar og menn fyrir grein sem var gerð um Davíð og Hatt. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Íslandsmóti í Gusti og tímaritinu Hestar og menn.
Að hausti 2005 fengum við tilboð í Hatt og ákváðum að selja hann, það var ekki létt ákvörðun. Varð úr að Hattur var seldur til Svíðþjóðar með mikilli eftirsjá. Hattur lenti í slysi vorið 2006 og þurfti að fella hann. Eftir á að hyggja hefðum við viljað eiga höfðingjann Hatt og leyfa honum að eldast í haganum í Eylandi með hinum höfðingjunum. Það var mikil eftirsjá í Hatt.
Vorið 2009 fæddist glæsilegt brúnskjótt stóðhestsefni undan Álf frá Selfossi og gæðingshryssunni Keilu frá Bjarnanesi (8.35). Eftir nokkra pælingar fékk hann nafnið Hattur frá Bjarnastöðum í höfuðið á Hatt okkar. Við eigum Hatt yngri með góðum vin okkar, Elmari Sigurðssyni.
Myndin hér til hliðar er tekin af ljósmyndara tímaritsins Hestar og menn fyrir grein sem var gerð um Davíð og Hatt. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Íslandsmóti í Gusti og tímaritinu Hestar og menn.