Dögg frá Eylandi - IS2012284082
Dögg frá Eylandi
Dögg er undan Veru frá Ingólfshvoli og glæsihestinum Byr frá Mykjunesi II en hann hefur hlotið 8.29 í aðaleinkunn, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi, hófa, prúðleika og tölt! Dögg er klárlega "uppáhaldsfolaldið" í ár. Hún er alltaf til í sperra sig og finnst ekki leiðinlegt að vera mynduð. Það var mikil ánægja að þegar við sáum að Vera hafði komið með meri þetta árið því að hitt kynið hefur verið ríkjandi hjá gömlu.
Kjörgangur Daggar er svifmikið og hágengt brokk en við höfum þó séð hana taka tilþrifamikla skeiðspretti þegar henni liggur mikið á. Það er auðheyrt að mikil tilhlökkun er að fylgjst með þessari prinsessu í uppvexti...
Kjörgangur Daggar er svifmikið og hágengt brokk en við höfum þó séð hana taka tilþrifamikla skeiðspretti þegar henni liggur mikið á. Það er auðheyrt að mikil tilhlökkun er að fylgjst með þessari prinsessu í uppvexti...
Herjann frá Eylandi - IS2012184084
Hnáta - klárhryssa með 8.41 fyrir hæfileika
Herjann er flott svart stóðhestsefni undan hæfileikasprengjunum Vilmundi frá Feti og Hnátu frá Hábæ. Byggingalega virðist hann jafn með hátt settan háls, skásetta bóga og klipna kverk, hlutfallaréttur og bak/lend úrval af svo ungum fola. Herjann fer um á öllum gangi en velur þó helst fjaðurmagnað brokk með flottum fótaburð. Geðslagið virðist líka vera gott en hann er mjög forvitinn en þó ekki uppáþrengjandi og "heilsar" alltaf upp á okkur þegar við kíkjum út í stóðið. Það er auðheyrt að nokkrar væntingar eru settar á Herjann :)
Við eigum því miður enga mynd af Herjann svo að mamma hans fær að njóta sín hér í bili :)
Við eigum því miður enga mynd af Herjann svo að mamma hans fær að njóta sín hér í bili :)
Kraki frá Eylandi - IS201218408
Kraki - Karenar og Krákssonur
Kraki er með blátt blóð í æðum en hann er undan Krák frá Blesastöðum og Kareni frá Árbæ. Karen er 1.verðlauna hryssa undan heiðursverðlaun stóðhestinum Aroni frá Strandarhöfði og fyrstu verðlauna Keilirsdóttur, Venusi frá Árbæ. Kraki er fyrsta afkvæmi Karenar en við erum mjög lukkuleg með hann! Fíngert og lipurt folald ásamt því að skarta flottum lit en Kraki er brún tvístjörnóttur. Kraki fer mest um á góðgangi og tekur engar smá rispur en síðan töltir hann líka um á mjúkum gangi þegar honum liggur ekki mikið á. Spennandi stóðhestsefni að okkar mati!
BLUP 120
BLUP 120
Muni frá Mykjunesi - IS2012186720
Muni frá Mykunesi er undan klárhryssunni Elju frá Þingeyrum (8.04) sem er undan Hrafnssyninum Glað frá Hólabaki. Faðir Muna er síðan stólpagæðingurinn Máttur frá Leirubakka sem er að gefa ansi áhugaverð folöld - hálfgerðar köngulær enda er Máttur sjálfur gríðalega háfættur, bolléttur og hálslangur. Einnig eru þau fjölhæf á gangi og fara vel.
Muni er spennandi folald sem gaman verður að fylgjast með í uppvextinum. Móðir Muna, Elja hefur verið að gefa áhugaverð tryppi og fyrsta sem við temjum er fjögurra vetra hryssan Askja frá Mykjunesi en hún hlaut 8.20 á LM2012 - þar af 9 fyrir skeið og 8.5 fyrir tölt og vilja/geðslag. Það stendur vel að Muna og hann er álitlegur svo að líklega verður hann stóðhestsefni :)
Muni er spennandi folald sem gaman verður að fylgjast með í uppvextinum. Móðir Muna, Elja hefur verið að gefa áhugaverð tryppi og fyrsta sem við temjum er fjögurra vetra hryssan Askja frá Mykjunesi en hún hlaut 8.20 á LM2012 - þar af 9 fyrir skeið og 8.5 fyrir tölt og vilja/geðslag. Það stendur vel að Muna og hann er álitlegur svo að líklega verður hann stóðhestsefni :)
Pólstjarna frá Hamarsey - IS2012282315
Pólstjarna er gerðarlegt og hreyfingamikið folald undan Perlu frá Hólshúsum og Vilmundi frá Feti. Hún skartar flottum lit en hún er brúnstjörnótt og ber því nafn með rentu. Móðir Pólstjörnu var falleg, eftirtektarverð og afar hágeng klárhryssa en fyrst tvö afkvæmin líkjast henni mjög. Perlu og afkvæmin eigum við með góðvinum okkar á Hamarsey þeim Hannes og Ingu.
BLUP : 117
BLUP : 117
Hrafney frá Mykjunesi - IS2012286724
Hrafney er undan Hrafnsdótturinni Hrafnadís frá Hofi og gæðingnum Álf frá Selfossi. Hún er fíngerð og spengileg. Það var mikil hamingja að fá undan Hrafndísi sjöttu hryssuna en við eigum aðeins einn hest undan henni - og það líka tinnusvarta.
BLUP : 113
Myndin er af Álfi frá Selfoss en myndir af þeirri stuttu koma innan skamms.
BLUP : 113
Myndin er af Álfi frá Selfoss en myndir af þeirri stuttu koma innan skamms.