Byrjun frá Mykjunesi II
Byrjun frá Mykjunesi II
Byrjun er undan aðsópsmikilli fyrstu verðlauna klárhryssu Elju frá Þingeyrum og "heima-stóðhestinum" Byr frá Mykjunesi II. Það var mjög ánægjulegt að fá hryssu þetta sumarið undan þeim Elju og Byr. Systir Byrjunar, Askja frá Mykjunesi, gerði það gott á LM2012 og hlaut 8.20 fyrir hæfileika 4 vetra gömul. Spennandi hryssa sem gaman verður að fylgjast með í uppvextinum.
Herdís frá Holtsmúla - IS2011281105
Herdís frá Holtsmúla - tveggja vetra
Sær frá Bakkakoti hefur lengi vel verið í uppáhaldi hjá okkur en nýverið festum við kaup á álitlegu folaldi undan honum. Sú heitir Herdís og er frá Holtsmúla, ræktuð af Svanhildi Hall og Magga Lár. Að Herdísi stendur vel í báðar ættir en móðir hennar heitir Héla frá Ósi sem er 1.verðlauna klárhryssa sem státar ma. af 9 fyrir tölt, vilja, prúðleika og réttleika. Héla er undan Gusti frá Hóli og Fröken frá Möðruvöllum sem hefur gefið bunka af álitilegum hrossum. Sammæðra Herdísi okkar er stóðhesturinn Hrímnir frá Ósi sem eftirminnilega hlaut 9.5 fyrir tölt og brokk aðeins fimm vetra gamall.
Er ekki gæðingsglampi í auga Herdísar..? Við vonum það að minnsta kosti. Þetta er það skemmtilega við hestamennskuna.. biðin og vonin :)
F : Sær frá Bakkakoti (8.62 - heiðursverðlaun)
FF : Orri frá Þúfu (8.34 - heiðursverðlaun)
MF : Sæla frá Gerðum (8.11)
M : Héla frá Ósi (8.08 - klárhryssa)
FM : Gustur frá Hóli (8.57 - heiðursverðlaun)
MM : Fröken frá Möðruvöllum (ósýnd)
FMM : Adam frá Meðalfelli (8.24)
BLUP 117
Er ekki gæðingsglampi í auga Herdísar..? Við vonum það að minnsta kosti. Þetta er það skemmtilega við hestamennskuna.. biðin og vonin :)
F : Sær frá Bakkakoti (8.62 - heiðursverðlaun)
FF : Orri frá Þúfu (8.34 - heiðursverðlaun)
MF : Sæla frá Gerðum (8.11)
M : Héla frá Ósi (8.08 - klárhryssa)
FM : Gustur frá Hóli (8.57 - heiðursverðlaun)
MM : Fröken frá Möðruvöllum (ósýnd)
FMM : Adam frá Meðalfelli (8.24)
BLUP 117
Hrafn frá Eylandi - IS2011184084
Hrafn frá Eylandi
Hrafn frá Eylandi er undan gæðingshryssunni Hnátu frá Hábæ og er hennar fyrsta afkvæmi. Faðir Hrafns er Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum, undan Orra gamla og Hátíð frá Úlfsstöðum. Það var mikil eftirværnting hjá okkur að sjá fyrsta afkvæmi Hnátu! Hrafn virðist mikið hágengur eins og mamma sín. Einnig er hann með afar háar herðar og skásetta bóga.
M : Hnáta frá Hábæ (8.41 fyrir hæfileika, klárhryssa)
MF : Flögri frá Hábæ (8.11)
MFF : Sveinn-Hervar frá Þúfu (8.25 - 1.verðlaun f. afkvæmi)
F : Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum (2008)
FF : Orri frá Þúfu (8.36 - heiðursverðlaun f. afkvæmi)
FM : Hátíð frá Úlfsstöðum (8.38 - 10 f. tölt!!)
BLUP 109
M : Hnáta frá Hábæ (8.41 fyrir hæfileika, klárhryssa)
MF : Flögri frá Hábæ (8.11)
MFF : Sveinn-Hervar frá Þúfu (8.25 - 1.verðlaun f. afkvæmi)
F : Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum (2008)
FF : Orri frá Þúfu (8.36 - heiðursverðlaun f. afkvæmi)
FM : Hátíð frá Úlfsstöðum (8.38 - 10 f. tölt!!)
BLUP 109
Hrafnfinna frá Mykjunesi II
Hrafnfinna frá Mykjunesi er stórglæsilegt merfolald undan Hrafndísi frá Hofi. Faðirinn er Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum sonur Orra frá Þúfu og Álfadísar frá Selfossi en hann sló í gegn á LM2011 með m.a. 9 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið!! Glæsilegur ungfoli. Hrafnfinna er mjög háfætt og með flottar línur. Ekki eru hreyfingarnar síðri. Hrafnfinna kom svo sannalega á óvart og er eitt af meira spennandi folöldunum sem fæddust okkur í sumar.
M : Hrafndís frá Hofi
F : Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum
BLUP : 112
Hrafnfinna fór fljótlega með mömmu sinni að hitta gæðinginn Arð frá Brautarholti en það fór fyrir ofan garð og neðan svo að þær mæðgur eru nú hjá náfrænda Hrafnfinnu, honum Álf frá Selfossi! Það verður spennandi að sjá hvort að Hrafndís komi ekki fylfull við honum heim :)
M : Hrafndís frá Hofi
F : Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum
BLUP : 112
Hrafnfinna fór fljótlega með mömmu sinni að hitta gæðinginn Arð frá Brautarholti en það fór fyrir ofan garð og neðan svo að þær mæðgur eru nú hjá náfrænda Hrafnfinnu, honum Álf frá Selfossi! Það verður spennandi að sjá hvort að Hrafndís komi ekki fylfull við honum heim :)
Katla frá Eylandi - IS201128088
Katla er stórættað merfolald undan Keilirsdótturinni Keilu frá Bjarnanesi (8.36) og Orrasyninum Hrafnari frá Ragnheiðarstöðum. Hrafnar er undan gæðingshryssunni Hátíð frá Úlfsstöðum. Það er því spennandi ættbogi á bak við þessa litlu hryssu.
M : Keila frá Bjarnastöðum
F : Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum
BLUP 115
M : Keila frá Bjarnastöðum
F : Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum
BLUP 115
Pála frá Eylandi - IS201128088 - seld
Pála er hrikalega sætt merfolald undan Álfi frá Selfossi og Perlu frá Hólshúsum. Pálu ræktuðum við með góðum vinum okkar, þeim Ingu og Hannesi í Hamarsey en Pála er nú í eigu þýskri vinkonu okkar, Heidi Korsch. Pála er rauðskjótt með háar herðar og miklar hreyfingar. Sannarlega spennandi merfolald sem spennandi verður að fylgjast með!
M : Perla frá Hólshúsum (7.89 - klárhryssa)
F : Álfur frá Selfossi (8.56 - 1.v fyrir afkvæmi)
BLUP : 116
M : Perla frá Hólshúsum (7.89 - klárhryssa)
F : Álfur frá Selfossi (8.56 - 1.v fyrir afkvæmi)
BLUP : 116
Ronja frá Eylandi - IS2011284090
Ronja er hreyfingamikiið mertryppi undan Möller frá Blesastöðum. Hún er undan Rannsý frá Miðhjáleigu sem er Hróðsdóttir sem síðan er undan Svein-Hervarsdóttur.. því eru komnir saman líklega þrír minnstu hestar í íslenskri hrossarækt.. en flinkir eru þeir. En það passar einmitt, Ronja er smá en kná!
F : Möller frá Blesastöðum (8.57)
FF : Falur frá Blesastöðum (8.18)
FM : Perla frá Haga
M : Rannsý frá Miðhjáleigu
MF : Hróður frá Refsstöðum
MM : Sveinsína frá Þingnesi
BLUP 116
F : Möller frá Blesastöðum (8.57)
FF : Falur frá Blesastöðum (8.18)
FM : Perla frá Haga
M : Rannsý frá Miðhjáleigu
MF : Hróður frá Refsstöðum
MM : Sveinsína frá Þingnesi
BLUP 116
Smella frá Holtsmúla - IS2011281102
Smella er mjög álitleg unghryssa undan Álf frá Selfossi og Spætu frá Hólum. Smella hefur sem folald verið mjög lipur, farið um á stórstígu brokki og er mjög laus í bógunum. Byggingin veriðist vera til sóma. Móðir hennar eru undan gæðingarmóðurinni Kríu frá Lækjamóti og hlaut 8.27 fyrir byggingu en fór ekki í hæfileikadóm vegna meiðsla. En hún hefur gefið hátt dæmd 1.v afkvæmi.
F : Álfur fra Selfossi
M : Spæta frá Hólum
BLUP : 113
F : Álfur fra Selfossi
M : Spæta frá Hólum
BLUP : 113
Spegill frá Eylandi
Spes og stóðhestefnið Spegill
Fegurðardísin hún Spes frá Stóra-Hofi kastaði sínu fyrsta folaldi um miðjan maímánuð. Hún kom með gullfallegan rauðtvístjörnóttan hest undan Svein-Hervari frá Þúfu. Spegill er afar fríður (að mati eigenda ;) og státar af löngum, grönnum hálsi en hann er líka mjög háfættur. Spes er sjálf með 8.53 fyrir byggingu og virðist Spegill hafa fengið mikið frá henni í vöggugjöf!! Hreyfingarnar eru líka í topplagi. Spennandi stóðhestsefni hér á ferð.
Myndin hér til hliðar var tekin af Spegil nýköstuðum, hann var ekki lengi að rétta úr sér og verða spengilegur þessi. Spes fer bráðlega á fund Byrs frá Mykjunesi (8.29) en hann er afar fallegur með 9 fyrir háls/herðar/bóga, prúðleika og tölt!! Spennandi sú blanda.
M : Spes frá Stóra-Hofi (8.04)
MF : Atlas frá Hvolsvelli (8.35)
MM : Hremmsa frá Stóra-Hofi (8.07)
F : Sveinn-Hervar frá Þúfu (8.25 - 1.verðlaun f. afkvæmi)
FF : Orri frá Þúfu (8.34 - heiðursverðlaun f. afkvæmi)
FM : Rák frá Þúfu
BLUP 113
Myndin hér til hliðar var tekin af Spegil nýköstuðum, hann var ekki lengi að rétta úr sér og verða spengilegur þessi. Spes fer bráðlega á fund Byrs frá Mykjunesi (8.29) en hann er afar fallegur með 9 fyrir háls/herðar/bóga, prúðleika og tölt!! Spennandi sú blanda.
M : Spes frá Stóra-Hofi (8.04)
MF : Atlas frá Hvolsvelli (8.35)
MM : Hremmsa frá Stóra-Hofi (8.07)
F : Sveinn-Hervar frá Þúfu (8.25 - 1.verðlaun f. afkvæmi)
FF : Orri frá Þúfu (8.34 - heiðursverðlaun f. afkvæmi)
FM : Rák frá Þúfu
BLUP 113
Sæla frá Holtsmúla - IS2011281111
Sæla tveggja vetra
Sæla er glæsileg Sæsdóttir undan 1.verðlauna hryssunni Sunnevu frá Miðsetju sem sjálf hefur gefið ansi góð hross ma. í fyrstu verðlaun. Sæla er mjög háfætt og bollétt. Hún fer um á öllum gangi og er greinilega alhliðahryssa. Við höfum töluverðar væntingar til þessarrar hryssu og hlökkum til að byrja á henni næsta haust.
F : Sær frá Bakkakoti (heiðursverðlaun f afkvæmi)
M : Sunneva frá Miðsitju (8.01)
BLUP 111
F : Sær frá Bakkakoti (heiðursverðlaun f afkvæmi)
M : Sunneva frá Miðsitju (8.01)
BLUP 111
Tindur frá Eylandi - IS2011184082
Vera frá Ingólfshvoli kastaði þessum fallega og kjarkaða Sæsyni í byrjun júlí. Hann fæddist næstum því á dyratröppunum hjá okkur, því að kvöldinu áður höfðum við rekið folaldshryssurnar heim og planið var að reka þær síðan aftur út í haga daginn eftir. Þegar okkur var litið út var lítill trítill mættur og það var engin önnur en uppáhaldið hún Vera sem var köstuð.. næstum 5 vikum fyrir tímann. Hann varð strax glæsilegur með háttsettan og langan háls. Háfættur og sperrtur.
M : Vera frá Ingólfshvoli
F : Sær frá Bakkakoti
BLUP 115
Við komum að Veru þegar hún var að kara folaldið og fylgdust með honum taka sín fyrstu skref :) Myndirnar voru teknar af honum aðeins nokkra mínútna gömlum. Hann var ótrúlega sjálfstæður alveg frá byrjun enda á hann kyn til! Hann er nú með mömmu sinni að hitta hinn glæsilega Byr frá Mykjunesi II (8.29).
M : Vera frá Ingólfshvoli
F : Sær frá Bakkakoti
BLUP 115
Við komum að Veru þegar hún var að kara folaldið og fylgdust með honum taka sín fyrstu skref :) Myndirnar voru teknar af honum aðeins nokkra mínútna gömlum. Hann var ótrúlega sjálfstæður alveg frá byrjun enda á hann kyn til! Hann er nú með mömmu sinni að hitta hinn glæsilega Byr frá Mykjunesi II (8.29).