Munkahetta frá Eylandi - IS20132840
Síðasta folald sumarsins leit dagsins ljós í endaðan júní. Það var gullfalleg hryssa undan Viðju frá Meiri-Tungu III (8.21) og ungfolanum Hatt frá Eylandi (2009). Þessi litla skvísa er að sönnu mjög langþráð en við byrjuðum að halda Viðju sumarið 2009 og ekkert gekk né rékk fyrr en í sl sumar. Litla skvísan er alveg fullkomin - rauðskjótt blésótt. Það er aldeilis gaman að eiga afleggjara af henni Viðju en hún er hryssa með yfir 8.40 fyrir hæfileika og ma. fjórar níur! Faðirinn, Hattur er undan Álf frá Selfossi og Keilu frá Bjarnastöðum (8.34), virkilega spennandi foli!
Þær mæðgur er nú hjá Kolfinnssyninum og gæðingnum Andra frá Vatnsleysu.
M : Viðja frá Meiri-Tungu III (8.21)
MM : Venus frá Meiri-Tungu III (1.v)
MF : Markús frá Langholtsparti (heiðursverðlaun f. afkvæmi)
F : Hattur frá Eylandi (fæddur 2009)
FM : Keila frá Bjarnastöðum (8.34)
FMF : Keilir frá Miðsitju (heiðursverðlaun f. afkvæmi)
FF : Álfur frá Selfossi (8.46)
BLUP 117
Þær mæðgur er nú hjá Kolfinnssyninum og gæðingnum Andra frá Vatnsleysu.
M : Viðja frá Meiri-Tungu III (8.21)
MM : Venus frá Meiri-Tungu III (1.v)
MF : Markús frá Langholtsparti (heiðursverðlaun f. afkvæmi)
F : Hattur frá Eylandi (fæddur 2009)
FM : Keila frá Bjarnastöðum (8.34)
FMF : Keilir frá Miðsitju (heiðursverðlaun f. afkvæmi)
FF : Álfur frá Selfossi (8.46)
BLUP 117