Karen er efnileg hryssa frá Árbæ og er fædd 2005 . Hún er undan 1.verðlauna Keilisdótturinni Venus frá Árbæ og heiðursverðlauna stóðhestinum Aroni frá Strandarhöfða. Karen er alhliðahryssa með feikna góðar gangtegundir, þá sérstaklega svifmikið brokk og frábært hægt stökk. Töltið er gott og skeiðið mjög efnilegt! Karen státar af miklu fasi og fótaburði. Karen hefur hlotið 8.21 fyrir hæfileika og 7.93 fyrir byggingu, ma. 8,5 fyrir skeið, fegurð í reið og vilja/geðslag. Það stendur frábærlega vel að henni Kareni og fjölmörg 1.verðlauna- sem og heiðursverðlauna hross sem eru í ættartréinu hennar. Karen er í miklu uppáhaldi og er framtíðarræktunarhryssa hjá okkur.
M : Venus frá Árbæ (8.10) MF : Keilir frá Miðsitju (8.63 - heiðursverðlaun fyrir afkvæmi) MM : Vænting frá Stóra-Hofi (8.05) F : Aron frá Strandarhöfði (8.54 - heiðursverðlaun fyrir afkvæmi) FF : Óður frá Brún (8.34) FM : Yrsa frá Skjálg (7.90 - 6 fyrstu verðl afkvæmi) BLUP : 119 |
Karen frá Árbæ - IS2005286934
Langræktuð hryssa sem stendur vel að og hefur fjöldann allan af heiðursverðlunahrossum í sínu ættartréi. Karen er með mikil gangskil, vekurð og flott fas. Framtíðar ræktunarhryssa!