Hattur frá Eylandi - IS2009184085
Hattur eftir 3 mánaða tamningu
Hattur er afar vel ættaður foli. Hann er undan Keilirsdótturinni Keilu frá Bjarnastöðum sem gerði garðinn frægan á árum áður og var í verðlaunasæti á LM 20042 og 2004. Faðir Hatts er síðan snillingurinn Álfur frá Selfossi. Hattur er fallegur og álitlegur foli sem á framtíðina fyrir sér. Við eigum Hatt til helminga með vini okkar, Elmari Sigurðssyni sem á einnig helming í Keilu. Meira um Hatt HÉR.
M : Keila frá Bjarnastöðum (8.35)
F : Álfur frá Selfossi (8.46 - klárhestur)
BLUP : 120
M : Keila frá Bjarnastöðum (8.35)
F : Álfur frá Selfossi (8.46 - klárhestur)
BLUP : 120
Von frá Ey I - IS2009284733
Von frá Ey I er gullfalleg hryssa undan Þristsyninum Fjarka frá Breiðholti og Andvaradótturinni Venus frá Ey I. Von er vel gerð og með háar, svifmiklar hreyfingar. Það er mikill Orri í henni Von en þrátt fyrir það er hún með fallegan, grannan háls og úrvals fótagerð ásamt hófa. Mjög spennandi fjórgangshryssa! Hlaut 1.verðlaun fimm vetra ma. 9.5 fyrir stökk, 9 fyrir hægt tölt og hægt stökk sem og vilja/geðslag og fegurð í reið.
M : Venus frá Ey I
MF : Andvari frá Ey I (8.36 - klárhestur)
F : Fjarki frá Breiðholti, Grb (8.16 - klárhestur)
BLUP : 111
M : Venus frá Ey I
MF : Andvari frá Ey I (8.36 - klárhestur)
F : Fjarki frá Breiðholti, Grb (8.16 - klárhestur)
BLUP : 111
Glaður frá Mykjunesi - IS2009186721
Glaður í mai 2013
Glaður frá Mykjunesi er stóðhestsefni af góðum ættum, foreldrar hans eru 1. verðlaunahrossin Elja frá Þingeyrum og Gaumur frá Auðsholtshjáleigu. Hann er léttbyggður eins og hann á kyn til, með mjög flottar hreyfingar og er líklega alhliðahestur. Glaður er hálfbróðir Öskju frá Mykjunesi.
M : Elja frá Þingeyrum (8.04 - klárhryssa)
F : Gaumur frá Auðsholtshjáleigu (8.69)
BLUP : 110
M : Elja frá Þingeyrum (8.04 - klárhryssa)
F : Gaumur frá Auðsholtshjáleigu (8.69)
BLUP : 110