Vera er kröftug, ofsa hágeng og öskuviljug undan stóðhestinum Gusti frá Grund. Hún er undan Heru frá Gerðum sem er Ófeigsdóttir. Vera hefur frábært tölt og brokk og einstakan vilja. Að okkar mati frambærileg ræktunarhryssa með eftirsótt blóð. Vera hefur hlotið 9 fyrir tölt, vilja og geðslag, og 8.5 fyrir brokk, stökk og fegurð í reið – 8.26 fyrir hæfileika. Vera er mikil uppáhaldshryssa hjá okkur, algjör snillingur.
F : Gustur frá Grund (8.28) FF : Flosi frá Brunnum (8.24) FM : Flugsvinn frá Bræðratungu (8.05) M : Hera frá Gerðum (7.90) FM : Ófeigur frá Flugumýri (8.19) MM : Gerpla frá Kópavogi (ósýnd - móðir ma. Geysirs frá Gerðum) BLUP : 107 Vera fórst vorið 2013 og er sárt saknað. |
Vera frá Ingólfshvoli - IS1997287028
Vera er algjör orku- og fótaburðasprengja með 9 fyrir tölt og vilja. Í henni koma saman tveir af okkar uppáhalds stóðhestum, þeir Ófeigur frá Flugumýri og Gustur frá Grund.