Perla er glæsihryssa undan Illing frá Tóftum. Hún er með mikla mýkt á öllum gangtegundum og mjög stórar og háar hreyfingar. Byggingin er góð og ekki skemmir liturinn fyrir. Perla er áhugaverð hryssa í ræktun, bæði vegna eiginleika og ættar. Perla hlut 8.5 fyrir tölt og fegurð í reið en 8.23 fyrir byggingu. Við tókum þá ákvörðun að halda Perlu síðasta sumar en ef til vill verður Perla þjálfuð seinna meir og sýnd aftur en hún á án efa mikið inni í kynbótadóm. Við eigum Perlu til helminga ásamt góðum vinum okkar Hannesi Sigurjóns og Ingu.
F : Illingur frá Töftum (8.73) FF : Númi frá Þóroddsstöðum (8.66 - heiðursverðlaun fyrir afkvæmi) FM : Hrísla frá Laugavatni (8.06) M : Blika frá Hólshúsum (7.92) MF : Freyr frá Flugumýri (8.07) MM : Bleikblesa frá Hólshúsum BLUP : 109 Hér má sjá video af Perlu sumarið 2010 - 6 vetra gamalli. |
Síðsumarssýning á Vesturlandi 2010
Sýnandi : Þórður Þorgeirsson