
Tími frá Mykjunesi 2 - á fjórða vetur
Loksins fáum við snjó hér á Suðurlandinu! Þvílíkur munur! Það verður allt svo fallegt og slétt sem er tilbreyting frá því sem er þegar rigning og rok ráða völdum.
Það er búið að vera mikið líf í Víðidalnum í Janúar en það kom aldeilis kippur þegar snjórinn kom enda gaman fyrir hesta og menn að þeytast í sköflum og ríða í gegnum byli. Við höfum verið dugleg í snjónum og fórum til að mynda með nokkur hross í skaflana á stóra vellinum í Fák og leyfðum þeim að brokka og stökkva í snjósköflunum.. það var skemmtilegt tilbreyting!
Á myndinni er Tími frá Mykjunesi 2, stóðhestur á fjórða vetur. Hann fékk að sprikla í snjónum og þótti það skemmtilegt!
Það er búið að vera mikið líf í Víðidalnum í Janúar en það kom aldeilis kippur þegar snjórinn kom enda gaman fyrir hesta og menn að þeytast í sköflum og ríða í gegnum byli. Við höfum verið dugleg í snjónum og fórum til að mynda með nokkur hross í skaflana á stóra vellinum í Fák og leyfðum þeim að brokka og stökkva í snjósköflunum.. það var skemmtilegt tilbreyting!
Á myndinni er Tími frá Mykjunesi 2, stóðhestur á fjórða vetur. Hann fékk að sprikla í snjónum og þótti það skemmtilegt!