Gæðingurinn Byr
Bræðurnir, Byr og Tími, stóðu sig vel á kynbótasýningu í Víðidalnum í dag en þeir eru sammæðra undan Trostansdótturinni Dögg frá Dalbæ. Byr frá Mykjunesi 2 þaut inn á Landsmót með aðaleinkunn upp á 8.29 (fyrir yfirlit) en hann hlaut hvorki meira né minna en 8.46 fyrir byggingu og 8.18 fyrir hæfileika. Byr fékk meðal annars 9 fyrir háls/herðar/bóga, prúðleika og tölt - allt saman verðmætir eiginleikar í ræktun kynbóta- og keppnishrossa. Byr er undan gæðingnum Kjark frá Egilsstaðabæ.
Litli bróðir hans, Tími frá Mykjunesi 2 fór í byggingardóm og stóð sig með prýði. Hann hlaut 8.18 fyrir byggingu, þar af 8.5 fyrir háls/herðar/bóga, bak/lend og samræmi. Tími er lofandi fjögurra vetra alhliðahestur undan Trú frá Auðsholtshjáleigu.
Aldeilis skemmtilegur dagur hjá fjölskyldunni en Matti og Selma ræktuðu einnig móður Byrs og Tíma, hana Dögg. Hún er undan Trostan frá Kjartansstöðum sem var á tíma í eigu fjölskyldunar og ættmóðurinni Dóttlu frá Stóra-Hofi, Náttfara-dóttur. Alveg heimaræktað í gegn ;)
Litli bróðir hans, Tími frá Mykjunesi 2 fór í byggingardóm og stóð sig með prýði. Hann hlaut 8.18 fyrir byggingu, þar af 8.5 fyrir háls/herðar/bóga, bak/lend og samræmi. Tími er lofandi fjögurra vetra alhliðahestur undan Trú frá Auðsholtshjáleigu.
Aldeilis skemmtilegur dagur hjá fjölskyldunni en Matti og Selma ræktuðu einnig móður Byrs og Tíma, hana Dögg. Hún er undan Trostan frá Kjartansstöðum sem var á tíma í eigu fjölskyldunar og ættmóðurinni Dóttlu frá Stóra-Hofi, Náttfara-dóttur. Alveg heimaræktað í gegn ;)