
Það hefur lengi verið draumur hjá okkur að breyta gamla fjósinu á Eylandi í hesthús. Í sumar ákváðum við að hefjast handa þar sem við höfðum nægan tíma vegna hestaflensunar títtnefndu. Við gerum þetta í smá skrefum, eftir tíma og getu. Ég læt fylgja með nokkrar myndir af ferlinu. En næst á dagskrá er að steypa "frontana".
Hesthúsið mun hafa tíu stíur. Planið er að hafa þær allar eins-hesta en þær eru í raun löglegar fyrir tvo hesta. Svo þegar mikið liggur við er hægt að koma rúmlega 20 hestum inn í húsið..
Svona lítur "hesthúsið" í Eylandi út í augnablikinu... Næsta mál er að steypa frontana!
Hesthúsið mun hafa tíu stíur. Planið er að hafa þær allar eins-hesta en þær eru í raun löglegar fyrir tvo hesta. Svo þegar mikið liggur við er hægt að koma rúmlega 20 hestum inn í húsið..
Svona lítur "hesthúsið" í Eylandi út í augnablikinu... Næsta mál er að steypa frontana!
Svona leit fjósið út í byrjun sumars. Þá var hafist handar við að slá einangrun úr veggjunum, saga niður gamlar innréttingar og rífa úr loftinu. Það var mikil og frekar subbuleg vinna..
Við vorum ákveðin í því að saga stórar hurðið á sitthvorn stafninn, inn í reiðskemmu og út. Það var næsta verkefni og gekk fljótt og vel fyrir sig.
Eftir miklar pælingar og vangaveltur var ráðist í það að brjóta gólf plötuna og henda henni út. Þar sem safnstíur urðu fyrir valinu var það sniðugast.. Það er frábært að eiga góða nágranna en hann Siggi á Ey II kom með gröfuna sína og hjálpaði okkur að "vippa" gólfinu út..
Það gekk nú ekki að hafa ekkert gólf svo að síðla sumars var farið í það að slá upp fyrir 3 metra breiðum fóðurgangi og stétt fyrir framan húsið. Nú var húsið loksins farið að fá smá mynd á sig..!
Næsta mál á dagskrá var að slá upp fyrir frontunum og er stefnan að steypa á næstu dögum. Heilmikið er eftir eins og sést á myndinni t.d. milligerðin, hækkun á loft, rafmagn- og vatnsleiðislumál og klæðing á innan. En mikið verður gaman að geta haft aðstöðu næsta sumar á Eylandi!