Hátíð kastar á næstu dögum við Mætti
Vorið nálgast, það þýðir hjá okkur á Eylandi - folöld, stóðhestapælingar og kynbótasýningar. Fimm folöld eru væntaleg fyrstu dagana í maí svo að mikill spenna er í loftinu :) Þær Hnáta frá Hábæ, Hátíð frá Fellskoti, Spes frá Stóra-Hofi og Keila frá Bjarnastöðum ættu að koma með sín kríli á innan við viku. Í sumar verða folöldin átta í heildina.
Kynbótasýningar eru hafnar, nú er spáð og spekulerað hvað skal fara með í dóm. Hjá okkur eru hrossin öll á fjórða og fimmta vetur - enn börn og unglingar svo að það er alltaf vandasamt að finna þessa þunnu línu hvort að betra sé heima að sitja og leggja meira inn eða demba sér í sýningu. En það sem mestu skipir er hvernig tryppinn höndla álagið jafnt líkamlega og andlega.
Á myndinni er Hátíð frá Fellskoti. Myndin er tekin vorið 2011 á kynbótasýningu í Hafnafirði. Hátíð fór í flott 1.verðlaun fimm vetra 2011 og tók þátt á LM2011 í Skagafirði. Hátíð er ættstór unghryssa undan Aron frá Strandarhöfði og Hnotu frá Fellskoti. Hún kastar sínu fyrsta folaldi á næstu dögum við Mætti frá Leirubakka.
Kynbótasýningar eru hafnar, nú er spáð og spekulerað hvað skal fara með í dóm. Hjá okkur eru hrossin öll á fjórða og fimmta vetur - enn börn og unglingar svo að það er alltaf vandasamt að finna þessa þunnu línu hvort að betra sé heima að sitja og leggja meira inn eða demba sér í sýningu. En það sem mestu skipir er hvernig tryppinn höndla álagið jafnt líkamlega og andlega.
Á myndinni er Hátíð frá Fellskoti. Myndin er tekin vorið 2011 á kynbótasýningu í Hafnafirði. Hátíð fór í flott 1.verðlaun fimm vetra 2011 og tók þátt á LM2011 í Skagafirði. Hátíð er ættstór unghryssa undan Aron frá Strandarhöfði og Hnotu frá Fellskoti. Hún kastar sínu fyrsta folaldi á næstu dögum við Mætti frá Leirubakka.