Glæsiklárhryssan okkar hún Von frá Ey I - IS2009284733 hlaut fyrstu verðlaun á kynbótasýningu á Hellu sl viku. Hún hefur verið þjálfuð af mikilli natni af Bylgju Gauksdóttur sem einnig sýndi Von með glæsibrag. Niðurstaðan var 8.01 fyrir byggingu ma. 8.5 fyrir háls/herðar/bóga og höfuð. Fyrir hæfileika hlaut Von 8.05 og stóð hæst 9.5 fyrir stökk, 9 fyrir vilja/geðslag, fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk. Í aðaleinkunn 8.04 hjá þessari fimm vetra klárhryssu.
Von er undan Fjarka frá Breiðholti og Andvaradótturinni Venus frá Ey I. Von er ræktuð af vinum og nágrönnum okkar, Gunnar Karlssyni og Berglindi Gunnarsdóttur á Ey I. Næst á dagskrá hjá Von er Landsmót á Hellu og gaman verður að fylgjast með þeim stöllum í því verkefni!
Von er undan Fjarka frá Breiðholti og Andvaradótturinni Venus frá Ey I. Von er ræktuð af vinum og nágrönnum okkar, Gunnar Karlssyni og Berglindi Gunnarsdóttur á Ey I. Næst á dagskrá hjá Von er Landsmót á Hellu og gaman verður að fylgjast með þeim stöllum í því verkefni!