
Vera frá Ingólfshvoli
Ræktunin okkar á Eylandi er mjög ung og hófst þegar við settum Veru frá Ingólfshvoli undir stóðhest sumarið 2006. Hún var lengi vel eina hryssan sem við ræktuðum undan en í dag eru hryssurnar níu talsins, allar sýndar og flestar með fyrstu verðlaun. Nú er svo komið að fyrstu afkvæmi Veru eru komin á tamningaraldur - þann elsta Anton frá Eylandi seldum við ungan til Noregs en bræður hans Dagfari og Voði eru komnir á tamningaraldur.
Vera var feikna rúm og hágeng viljasprengja undan Gusti frá Grund og Ófeigsdótturinni Heru frá Gerðum. Vera sameinar því okkar uppáhalds stóðhesta, Gust og Ófeig, en hún ber keim þeirra beggja. Vera hlaut 8.26 fyrir hæfileika á sínum tíma og þar af 9 fyrir tölt og vilja. Byggingin var mun daprari og er hennar helsti ókostur en við höfum verið að fikra okkur áfram í því að finna hvernig stóðhestar vega upp á móti hennar byggingu. Hæfileikana virðist ekki þurfa að passa því að öll afkvæmi hennar eru afar rúm og hágeng. Í sumar fæddist glæsileg hryssa, Dögg frá Eylandi, undan glæsistóðhestinum Byr frá Mykjunesi og ef til vill er blandan loksins fundin hvað varðar hæfileika og byggingu.
Vera var feikna rúm og hágeng viljasprengja undan Gusti frá Grund og Ófeigsdótturinni Heru frá Gerðum. Vera sameinar því okkar uppáhalds stóðhesta, Gust og Ófeig, en hún ber keim þeirra beggja. Vera hlaut 8.26 fyrir hæfileika á sínum tíma og þar af 9 fyrir tölt og vilja. Byggingin var mun daprari og er hennar helsti ókostur en við höfum verið að fikra okkur áfram í því að finna hvernig stóðhestar vega upp á móti hennar byggingu. Hæfileikana virðist ekki þurfa að passa því að öll afkvæmi hennar eru afar rúm og hágeng. Í sumar fæddist glæsileg hryssa, Dögg frá Eylandi, undan glæsistóðhestinum Byr frá Mykjunesi og ef til vill er blandan loksins fundin hvað varðar hæfileika og byggingu.

Dagfari frá Eylandi (2008)
Elsta afkvæmi Veru er Anton frá Eylandi (2007) en hann er undan Hróði frá Refsstöðum. Anton var lengi vel smár en hreyfði sig vel. Hann var seldur til Stein Sorknes og fjölskyldu í Lian hestum í Noregi.
Annar í röðinni er stóðhesturinn Dagfari frá Eylandi (2008) en hann er undan Aroni frá Strandarhöfði. Dagfari byrjaði vel sína tamningu, er mjög rúmur og hágengur. Stefnt er að kynbótasýningu og keppni með hann í sumar!
Annar í röðinni er stóðhesturinn Dagfari frá Eylandi (2008) en hann er undan Aroni frá Strandarhöfði. Dagfari byrjaði vel sína tamningu, er mjög rúmur og hágengur. Stefnt er að kynbótasýningu og keppni með hann í sumar!

Hera frá Eylandi (2010)
Voði frá Eylandi (2009) er undan Takti frá Tjarnarlandi og var frumtaminn nú í haust. Hann lofar góðu og er með afbragðs stökk, fet og brokk. Það verður gaman að fylgjast með þróuninni í honum í vetur.
Fyrsta hryssan undan Veru fæddist 2010 en það er Hera frá Eylandi. Hún er undan Óm frá Kvistum svo að það er mikill Ófeigur í henni! Hún er dálítill pönkari en sýnir flotta takta.
Fyrsta hryssan undan Veru fæddist 2010 en það er Hera frá Eylandi. Hún er undan Óm frá Kvistum svo að það er mikill Ófeigur í henni! Hún er dálítill pönkari en sýnir flotta takta.

Tindur frá Eylandi (2011)
Tindur frá Eylandi (2011) er undan Sæ frá Bakkakoti og er gríðar hreyfingamikill og rúmur! Eins og í Heru, stóru systur hans, er mikill Ófeigur í Tind og finnst okkur blandan hafa heppnast vel. Hann er stór, myndalegur og við erum mjög spennt fyrir þessu unga stóðhestsefni.

Dögg frá Eylandi (2012)
Yngst er fegurðardrottningin Dögg frá Eylandi (2012) undan Byr frá Mykjunesi II. Dögg er afar falleg með hátt settan, mjúkan og langan háls, lendin er öflug og fæturnir langir. Skrefið er mjúkt og fótaburðurinn mikill. Dögg er uppáhaldsfolaldið í ár og ef til vill höfum við fundið blönduna!?
Vera er nú fylfull við Arð frá Brautarholti en fer líklega aftur undir Byr frá Mykjunesi næsta sumar.
Vera er nú fylfull við Arð frá Brautarholti en fer líklega aftur undir Byr frá Mykjunesi næsta sumar.