Verudóttir
Nú kasta hryssurnar ein af annarri og það fór svo að þær Vera frá Ingólfshvoli og Sjöfn frá Seljabrekku köstuðu nánast á sömu mínútunni á aðfaranótt 7.júní. Það lá einhver stemmning í loftinu enda Venus í þverstöðu við jörðina sem er víst eitthvað sem gerist einu sinni á árþúsundi.
En við höfðum tekið eftir því fyrr um daginn að þær Vera og Sjöfn vorum báðar komnar með vaxdropa. Við kíktum reglulega á þær og það var síðan upp úr miðnætti að Davíð ákvað að kíkja einu sinni fyrir háttinn á þær stöllur. Þá blöstu þær við í lítilli laut og köstuðu sér niður sitt á hvað. Sjöfn var fyrr til að kasta en Vera fylgdi fast á hæla hennar og kastaði nokkrum mínútum seinna. Davíð upplifði herlegheitinn og var með myndavélina meðferðis.
Vera frá Ingólfshvoli kom með gullfallega hryssu undan Byr frá Mykjunesi en við vorum afar ánægð að fá hryssu en hún Vera hefur verið gjörn á að koma með hesta. Sjöfn frá Seljabrekku sem er í eigu vinkonu okkar, Martinu Maassen, kom með feikna myndalegan hest undan Huginn frá Haga.
En við höfðum tekið eftir því fyrr um daginn að þær Vera og Sjöfn vorum báðar komnar með vaxdropa. Við kíktum reglulega á þær og það var síðan upp úr miðnætti að Davíð ákvað að kíkja einu sinni fyrir háttinn á þær stöllur. Þá blöstu þær við í lítilli laut og köstuðu sér niður sitt á hvað. Sjöfn var fyrr til að kasta en Vera fylgdi fast á hæla hennar og kastaði nokkrum mínútum seinna. Davíð upplifði herlegheitinn og var með myndavélina meðferðis.
Vera frá Ingólfshvoli kom með gullfallega hryssu undan Byr frá Mykjunesi en við vorum afar ánægð að fá hryssu en hún Vera hefur verið gjörn á að koma með hesta. Sjöfn frá Seljabrekku sem er í eigu vinkonu okkar, Martinu Maassen, kom með feikna myndalegan hest undan Huginn frá Haga.