Veru og Sæssonur
Uppáhaldið hún Vera frá Ingólfshvoli er köstuð og útkoman er alveg stórglæsilegt hestfolald. Faðirinn er Sær frá Bakkakoti sem hefur aldeilis sannað sig sem gæðingafaðir. Folaldið er standreist, með háar herðar, skásetta bóga og hálsinn rís hátt upp úr herðunum. Hann er líka nokkuð háfættur eins og má sjá á myndinni hér til hliðar.
Við fylgdumst með honum þegar hann var að koma sér á fætur og fljótlega fór hann að hoppa og skoppa í kringum mömmu sína. Síðan tók hann rispur með mömmu sinni á öllum gangi - skeið, tölt og brokk. Hann er með miklar bóghreyfingar sem einkenna folöldin hennar Veru.
Það voru pínu vonbrigði að fá fjórða hestinn undan Veru og spurning um að fara ekki bara aftur undir Sæ og reyna við merfolald. Það fer í nefnd næstu dagana.
Við fylgdumst með honum þegar hann var að koma sér á fætur og fljótlega fór hann að hoppa og skoppa í kringum mömmu sína. Síðan tók hann rispur með mömmu sinni á öllum gangi - skeið, tölt og brokk. Hann er með miklar bóghreyfingar sem einkenna folöldin hennar Veru.
Það voru pínu vonbrigði að fá fjórða hestinn undan Veru og spurning um að fara ekki bara aftur undir Sæ og reyna við merfolald. Það fer í nefnd næstu dagana.