Vera frá Ingólfshvoli fórst við köstun í endaðan maí. Vera var mikil uppáhalds hryssa hjá okkur en hún var keppnishross Rutar í mörg ár, þær voru tengdar sterkum böndum. Vera fórst ásamt folaldi undan Arð frá Brautarholti.
Vera skildi eftir sig fríðan hóp afkvæma sem við getum látið okkur hlakkað til að kynnast en undan henni eigum við þrjá hesta og tvær hryssur. En hún skilur skarð eftir sig og verður sárt saknað enda var hún ávallt drottningin í stóðinu.
Vera skildi eftir sig fríðan hóp afkvæma sem við getum látið okkur hlakkað til að kynnast en undan henni eigum við þrjá hesta og tvær hryssur. En hún skilur skarð eftir sig og verður sárt saknað enda var hún ávallt drottningin í stóðinu.