Í kjölfarið á sex merfolöldum kom fyrsta hestfolaldið föstudaginn 13.júní :) Það var hún Vaka frá Árbæ, Orradóttir (7.99) sem kastaði gæjalegum Kjerúlfssyni sem bæði lítur vel út og fer á feikna gangi. Rut var strax komin með hugmynd af nafn - Varúlfur frá Eylandi. Það þarf samt smá fortölur (heheh) en hann er fæddur á föstudeginum þrettánda, undir fullu tungli og pabbinn heitir KjerÚLF og mamman byrjar á V-aka.. Varúlfur passar svolítið vel, er það ekki ;) ..og sem betra er að þá er engin hestur skráður í worldfeng með þessu nafni!
|
|