Vaka og Siggi í braut á Selfossi
Vaka frá Árbæ fór einnig í dóm á Selfossi í síðustu viku. Hún hlaut 8.20 fyrir byggingu og 7.87 fyrir hæfileika. Því var raunin að í aðaleinkunn hlaut Vaka hina "eftirsóttu" einkunn 7.99! Vaka var sýnd snilldarlega af Sigga Matt bróður Davíðs og voru þau hrikalega flott í braut. En það dugði ekki til og fékk Vaka aðeins 7.87 fyrir hæfileika en við hefðum viljað krækja í nokkrar fleiri átta-fimmur ;) En stundum er þetta svona og ekki deilir maður við dómarann - það væri ekkert gaman af þessu ef hrossin fengju allar einkunnir eftir pöntun. En við erum ánægð með þau Vöku og Sigga, því stefnum við ótrauð á Miðfossa sýninguna í næstu viku.
Vaka er undan Orra frá Þúfu en er heldur ólík föður sínum að byggingu - langvaxin og spengileg. Móðir hennar er gæðingshryssan Vænting frá Stóra-Hofi, dóttir Stígs frá Kjartansstöðum og Gloríu frá Sauðárkróki. Það stendur mjög vel að henni Vöku og planið að hún fari í ræktun hjá okkur í sumar. En fyrst er það kynbótasýning!
IS2004286932 Vaka frá Árbæ
Litur: 1500 Rauð/milli- einlitt
Sköpulag: 9 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 7,5 – 8,0 – 7,0 = 8,20
Hæfileikar: 8,0 – 8,0 – 7,5 – 7,0 – 8,0 – 8,0 – 8,0 = 7,87
Aðaleinkunn: 7,99 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0
Knapi : Sigurður Vignir Matthíasson
Vaka er undan Orra frá Þúfu en er heldur ólík föður sínum að byggingu - langvaxin og spengileg. Móðir hennar er gæðingshryssan Vænting frá Stóra-Hofi, dóttir Stígs frá Kjartansstöðum og Gloríu frá Sauðárkróki. Það stendur mjög vel að henni Vöku og planið að hún fari í ræktun hjá okkur í sumar. En fyrst er það kynbótasýning!
IS2004286932 Vaka frá Árbæ
Litur: 1500 Rauð/milli- einlitt
Sköpulag: 9 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 7,5 – 8,0 – 7,0 = 8,20
Hæfileikar: 8,0 – 8,0 – 7,5 – 7,0 – 8,0 – 8,0 – 8,0 = 7,87
Aðaleinkunn: 7,99 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0
Knapi : Sigurður Vignir Matthíasson