Það þurfa víst að vera nóg af fötum..
Það var heldur líflegt á Eylandi þann 26. ágúst síðastliðinn þegar fjöldi manns frá Urban Outfitters og True North komu með allt sitt hafurtask. Davíð hálf brá þegar tvær stórar rútur, þrír sendiferðabílar og fjöldinn allur af fólksbílum runnu í hlað. Tilgangurinn var að mynda á Eylandi - hesta og náttúru fyrir jólablað Urban Outfitters en fyrir þá sem ekki vita er það ein af stærri og heitari fataverslunum í Bandaríkjunum. Upphaflega var það Hattur frá Eylandi sem átti að vera "model" en síðan bættust þær Karen frá Árbæ og Ísold frá Mykjunesi við. Þetta var heilmikið stúss en bara gaman að taka þátt í einhverju öðru og sjá nýja vinkla. Davíð tók nokkrar myndir af herlegheitunum og síðan eigum við von á myndunum sjálfum innan tíðar.