Við erum búin að vera dugleg að taka myndir í sumar, það er gaman að flétta fram og tilbaka, sjá hvernig tryppin stækka, þroskast og breytast. 2011 árgangurinn er gríðarlega stór hjá okkur, að minnsta kosti miðað við þessa litlu ræktun hjá okkur á Eylandi og telur hann einar sjö hryssur.. takk fyrir takk.. sem er nú allt of mikið. Reyndar ekki allar okkur fæddar, en nokkuð sniðugar undan mjög háttdæmdum hryssum og hinum ýmsu stóðhestum ss. Álf frá Selfossi, Sæ frá Bakkakoti, Möller frá Blesastöðum, Byr frá Mykjunesi, Hrafnari frá Ragnheiðarstöðum og fl.
|
|