Dagfari frá Eylandi - IS2008184082
Við erum með fjögur tryppi á fjórða vetur. Þar af eru tvö á Rauðalæk í góðu yfirlæti hjá Bylgju Gauks. Við fórum einmitt að kíkja á þau Dagfara og Þjórsá frá Eylandi hjá henni fyrir helgi. Bylgja frumtamdi þau í haust og síðan hafa þau verið í tamningu/þjálfun frá áramótum.
Á myndinni er Dagfari frá Eylandi, stóðhestsefni á fjórða vetur undan Veru frá Ingólfshvoli og Aroni frá Standarhöfði. Mjúkur og hreyfingamikill hestur. Það er ótrúlega gaman að sjá hversu vel tamin og meðfærileg tryppin eru eftir dvölina hjá Bylgju.
Á myndinni er Dagfari frá Eylandi, stóðhestsefni á fjórða vetur undan Veru frá Ingólfshvoli og Aroni frá Standarhöfði. Mjúkur og hreyfingamikill hestur. Það er ótrúlega gaman að sjá hversu vel tamin og meðfærileg tryppin eru eftir dvölina hjá Bylgju.