Tvö stóðhestsefni fæddust til viðbótar á Eylandi í júní. En kynjahlutfallið var dálítið strákamegin þetta sumarið - fjórir hestar og tvær hryssur. En það er svosem ekkert til að svekkja sig yfir þegar folöldin koma heil í heiminn og allt gengur vel.
Vaka frá Árbæ kastaði gullfallegum kolbika-svörtum hesti um miðjan júní. Faðirinn er Krákur frá Blesastöðum en Vaka er undan Orra gamla frá Þúfu og Væntingu frá Stóra-Hofi. Þau mæðgin fóru að hitta Kjerúlf frá Kollaleiru.
Elja frá Þingeyrum kastaði stuttu síðar jörpum hesti en sá er undan Framherja frá Flagbjarnarholti. Sá stutti er fíngerður og með alveg endalausar fætur, afar bolléttur og háfættur. Hann hefur fengið nafnið Framvörður frá Eylandi og er nú ásamt mömmu sinni hjá Óm frá Kvistum.
Vaka frá Árbæ kastaði gullfallegum kolbika-svörtum hesti um miðjan júní. Faðirinn er Krákur frá Blesastöðum en Vaka er undan Orra gamla frá Þúfu og Væntingu frá Stóra-Hofi. Þau mæðgin fóru að hitta Kjerúlf frá Kollaleiru.
Elja frá Þingeyrum kastaði stuttu síðar jörpum hesti en sá er undan Framherja frá Flagbjarnarholti. Sá stutti er fíngerður og með alveg endalausar fætur, afar bolléttur og háfættur. Hann hefur fengið nafnið Framvörður frá Eylandi og er nú ásamt mömmu sinni hjá Óm frá Kvistum.