Hrafnfinna frá Mykjunesi
Þá eru öll folöld sumarsins komin í heiminn og kynjahlutfallið alveg hnífjafnt! Reyndar var ein hryssa seld með fyli í vor og sú kastaði hestfolaldi þannig að eftir standa fjórar hryssur og þrír hestar! Og erum við ánægð með það :)
Þær Elja frá Þingeyrum og Hrafndís frá Hofi köstuðu báðar um miðjan mánuðinn en áttu samkvæmt okkar útreikningum ekki að kasta fyrr en 10. ágúst. Þær komu báðar með glæsileg merfolöld.
Á myndinni er Hrafnfinna frá Mykjunesi undan Hrafndís frá Hofi og Álffinni frá Syðri-Gegnishólum. Álffinuur gerði það aldeilis gott að LM2011 og fékk ma 9 fyrir tölt, fegurð í reið og vilja/geðslag.
Þær Elja frá Þingeyrum og Hrafndís frá Hofi köstuðu báðar um miðjan mánuðinn en áttu samkvæmt okkar útreikningum ekki að kasta fyrr en 10. ágúst. Þær komu báðar með glæsileg merfolöld.
Á myndinni er Hrafnfinna frá Mykjunesi undan Hrafndís frá Hofi og Álffinni frá Syðri-Gegnishólum. Álffinuur gerði það aldeilis gott að LM2011 og fékk ma 9 fyrir tölt, fegurð í reið og vilja/geðslag.
Síðasta folald ársins er Byrjun frá Mykjunesi undan Byr frá Mykjunesi og 1.verðlauna klárhryssunni Elju frá Þingeyrum. Hún fæddist mánuði fyrir settan tíma og er nokkuð smá. En hún ber einkenni afkvæma Byr sem eru háfætt með hringaðann makka.. ótrúlega keimlík öll.