Von tryppi á fjórða
Jæja, þá er heldur betur tími til kominn að setja inn smá klausu hér á síðuna en vegna "tölvuvesens" hefur lítið verið af því. Allt er á fullu í hesthúsinu hjá okkur og erum við með tólf hross inni í tamningu og þjálfun. Meðalaldurinn er ekki hár og eru hrossin flest á fjórða eða fimmta vetur. Það hefur samt aldrei verið eins gaman að stússa í hrossunum því nú er svo komið að flest hrossin eru ræktuð af okkur og það er einhvern vegin öðruvísi tilfinning.