Systurnar - Smella og Pála
Systurnar Pála frá Eylandi og Smella frá Holtsmúla voru forvitnar þegar við komum í eftirlitsferð um helgina. Þær bera báðar einkennislit föðursins - Álfs frá Selfossi. Þær eru liprar og skemmtilegar í umgengi, kjarkaðar og næmar.
Pála er sú rauðskjótta en hún er undan klárhryssunni Perlu frá Hólshúsum. Pála er í eigu vinkonu okkar, Heidi Korsch. Smella er í okkar eigu en hún er undan Kríudótturinni Spætu frá Hólum en sú hefur nú þegar sannað sig sem kynbótahryssa. Það er mikil eftirvænting að þessar skvísur komist á tamningaraldur en það er nú nokkuð í það þar sem þær eru aðeins veturgamlar.
Pála er sú rauðskjótta en hún er undan klárhryssunni Perlu frá Hólshúsum. Pála er í eigu vinkonu okkar, Heidi Korsch. Smella er í okkar eigu en hún er undan Kríudótturinni Spætu frá Hólum en sú hefur nú þegar sannað sig sem kynbótahryssa. Það er mikil eftirvænting að þessar skvísur komist á tamningaraldur en það er nú nokkuð í það þar sem þær eru aðeins veturgamlar.