Skýfall rétt handan við Eyland
Við njótum þeirra forréttinda að hafa annan fótinn í sveitinni okkar, Eylandi og síðustu tvö sumur höfum við flutt þangað yfir sumartímann. Rut útskrifaðist úr læknisfræði í sumar frá Háskóla Íslands og hefur síðustu tvö sumur unnið á Heilsugæslunni á Hvolsvelli/Hellu en Davíð verið á svolitlum þvælingi á milli Reykavíkur og Eylands - eða réttar sagt eins og vindurinn á milli til að sinna starfinu sínu í Europris!
Á Eylandi finnst okkur hrikalega gott að vera með fjallahringinn allt í kring en við okkur blasa Hekla, Tindfjöll, Eyjafallajökull, Þórsmörk, Þríhyrningur og önnur falleg kennileyti. Venjulega er líka veðursælt hjá okkur - en það segja líklega allir um sína sveit ;) Fyrir neðan eru nokkrar myndir sem við höfum tekið í sumar.
Á Eylandi finnst okkur hrikalega gott að vera með fjallahringinn allt í kring en við okkur blasa Hekla, Tindfjöll, Eyjafallajökull, Þórsmörk, Þríhyrningur og önnur falleg kennileyti. Venjulega er líka veðursælt hjá okkur - en það segja líklega allir um sína sveit ;) Fyrir neðan eru nokkrar myndir sem við höfum tekið í sumar.