![Picture](/uploads/4/6/6/6/4666584/8501114.jpeg)
Árlega stóðhestaveisla www.hrossarækt.is var haldin sl. laugardag og hefur væntanlega ekki farið fram hjá áhugamönnum um hrossarækt. Við vorum ekki svikin af sýningunni enda frábærir hestar þar á ferð.
Það var áberandi hvað Sær er að skila flottum afkvæmum en það er svosum ekkert nýtt en það gustaði af alsystkinunum Arion, Spá og Glímu frá Eystra-Fróðholti. Og ekki má gleyma Sæsyninum Konsert frá Kopru.
Loki frá Selfossi og Hrímnir frá Ósi voru frábærir. Ótrúlega mjúkir, rúmir og eðlishágengir klárar. Við erum svo heppin að eiga gullfallega systur Hrímnirs undan Hélu frá Ósi og Sæ frá Bakkakoti en sú heitir Herdís frá Holtsmúla. Ekki minnkaði eftirvæntingin að fara að eiga við hana eftir að sjá stóra bróður hennar dansa um salinn.
Alhliðahestarnir Kvistur frá Skagaströnd, Már frá Feti og Hringur frá Fossi heiluðu okkur. Þeir voru feikna góðir, krafturinn skein af þeim og skeiðið afbragð.
Nokkrir hestar komu verulega á óvart ss. þeir Hrafndynur frá Hákoti undir stjórn Anne-Stine Hagen sem og Hljómur frá Túnsbergi sem var virkilega flottur hjá Sigga Matt.
Ekki má gleyma þeim Spuna frá Vesturkoti og Álfi frá Selfossi en það er alltaf gaman að sjá slíka gæðinga! Þeir eiga enga sig líkan.., frábærir einstaklingar báðir tveir.
Það var áberandi hvað Sær er að skila flottum afkvæmum en það er svosum ekkert nýtt en það gustaði af alsystkinunum Arion, Spá og Glímu frá Eystra-Fróðholti. Og ekki má gleyma Sæsyninum Konsert frá Kopru.
Loki frá Selfossi og Hrímnir frá Ósi voru frábærir. Ótrúlega mjúkir, rúmir og eðlishágengir klárar. Við erum svo heppin að eiga gullfallega systur Hrímnirs undan Hélu frá Ósi og Sæ frá Bakkakoti en sú heitir Herdís frá Holtsmúla. Ekki minnkaði eftirvæntingin að fara að eiga við hana eftir að sjá stóra bróður hennar dansa um salinn.
Alhliðahestarnir Kvistur frá Skagaströnd, Már frá Feti og Hringur frá Fossi heiluðu okkur. Þeir voru feikna góðir, krafturinn skein af þeim og skeiðið afbragð.
Nokkrir hestar komu verulega á óvart ss. þeir Hrafndynur frá Hákoti undir stjórn Anne-Stine Hagen sem og Hljómur frá Túnsbergi sem var virkilega flottur hjá Sigga Matt.
Ekki má gleyma þeim Spuna frá Vesturkoti og Álfi frá Selfossi en það er alltaf gaman að sjá slíka gæðinga! Þeir eiga enga sig líkan.., frábærir einstaklingar báðir tveir.