Arður frá Brautarholti
Jæja, nú er ekki nema rúmur hálfur mánuður í að fyrstu hryssurnar kasti og það þýðir - hausverkur og valkvíði í vali á stóðhest fyrir skvísurnar, enda ógrinni af frambærilegum gæðingum og sitt sýnist hverjum!!
Arður frá Brautarholti er einn af þeim sem okkur langar mikið til að nota í sumar enda frábær einstaklingur og engar slor ættir sem standa að honum. En Arður er undan Öskju frá Miðsetju og Orra frá Þúfu. Nokkur afkvæmi undan honum hafa vakið athygli fyrir eðlistölt, fas og fótaburð, þar fer fremst Díva frá Álfhólum. Við stefnum á að fara með Hnátu frá Hábæ undir Arð en Hnáta er klárhryssa með 8.41 fyrir hæfileika.
Arður frá Brautarholti er einn af þeim sem okkur langar mikið til að nota í sumar enda frábær einstaklingur og engar slor ættir sem standa að honum. En Arður er undan Öskju frá Miðsetju og Orra frá Þúfu. Nokkur afkvæmi undan honum hafa vakið athygli fyrir eðlistölt, fas og fótaburð, þar fer fremst Díva frá Álfhólum. Við stefnum á að fara með Hnátu frá Hábæ undir Arð en Hnáta er klárhryssa með 8.41 fyrir hæfileika.
Héðinn frá Feti er hestur sem heillar, reyndar er ekki komin reynsla á afkvæmi hans en Héðinn er frábær einstaklingur og ættartré hans glæsilegt. Hann er undan Klett frá Hvammi sem hefur verið að sanna sig sem kynbótahestur á sl. árum og Baldursdótturinni Gerðu frá Gerðum. Við reiknum með að fara með eina hryssu til hans.
Í ár höldum við 6-7 hryssum svo að stóðhestavalið er ekki hálfnað.. Nokkrir stóðhestar eru ofarlega á blaði en ekkert ákveðið enda kynbótasýningar ekki byrjaðar og vonandi birtast nýjar stjörnur í vor! Einnig ætlum við að halda undir tvo afar efnileg, ung stóðhestsefni.. meira um þá síðar.
Í ár höldum við 6-7 hryssum svo að stóðhestavalið er ekki hálfnað.. Nokkrir stóðhestar eru ofarlega á blaði en ekkert ákveðið enda kynbótasýningar ekki byrjaðar og vonandi birtast nýjar stjörnur í vor! Einnig ætlum við að halda undir tvo afar efnileg, ung stóðhestsefni.. meira um þá síðar.