Korgur frá Ingólfshvoli
Nú eru nokkrar hryssur kastaðar hjá okkur en jafnframt eru hryssur að fara undir stóðhest í fyrsta skipti. Þeir hestar sem við höfum notað í vor eru Korgur frá Ingólfshvoli sem er 5 vetra klárhestur undan Korgu frá Ingólfshvoli og Leikni frá Vakurstöðum. Korgur fór í stjörnudóm í vor en hann er klárhestur með 8.41 í aðaleinkunn. Við höfum haft auga með honum síðan hann var fjögurra vetra en hann heillaði strax. Viðja frá Meiri-Tungu III er nú í sæðingum í Sandhólaferju og það var Korgur sem varð fyrir valinu fyrir hana. Nú er bara að bíða og vona að hún sé fylfull.
Hnáta frá Hábæ fór undir gæðinginn Vilmund frá Feti en hann þarf varla að kynna. Vilmundur heillaði okkur 5 vetra með krafti sínum og kostum! Ótrúleg mýkt og gangrými í honum Vilmund.
Hnáta frá Hábæ fór undir gæðinginn Vilmund frá Feti en hann þarf varla að kynna. Vilmundur heillaði okkur 5 vetra með krafti sínum og kostum! Ótrúleg mýkt og gangrými í honum Vilmund.
Máttur frá Leirubakka / JE
Aðrir hestar sem okkur langar að nota eru Byr frá Mykjunesi 2, Máttur frá Leirubakka, Spuni frá Vesturkoti, Sær frá Bakkakoti, Hattur frá Eylandi, Toppur frá Auðsholtshjáleigu, Hágangur frá Narfastöðum og bræðurnir Hákon og Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum. Meira um það síðar.. enda stór hluti hryssanna ekki kastaður og margt getur breyst í millitíðinni ;)
Glæsihesturinn Máttur frá Leirubakka undan heiðursverðlauna stóðhestinum Keili frá Miðsetju og 1.v klárhryssunni Hrafnkötlu L52 frá Leirubakka sem er Hervarsdóttir.. Spennandi ættir á þessum fjölhæfa alhliða gæðing!!
Glæsihesturinn Máttur frá Leirubakka undan heiðursverðlauna stóðhestinum Keili frá Miðsetju og 1.v klárhryssunni Hrafnkötlu L52 frá Leirubakka sem er Hervarsdóttir.. Spennandi ættir á þessum fjölhæfa alhliða gæðing!!