Spes frá Stóra-Hofi (8.03) kastaði gullfallegri fífilbleikri hryssu 19.maí sl. sem er í eigum Leifs og Röggu. Nú eru þrjár hryssur kastaðar og er kynjahlutfallið óvenju hagstætt. Spes er sjálf mikil beauty-bomba (8.53 fyrir byggingu) og virðast þau fjögur afkvæmi hennar sem komin eru bera þess merki. Nú er að leggjast undir feld og ákveða á fund hvaða stóðhests Spes fer næst :)
|
|