Þjórsá frá Eylandi - fædd 2008
Vetur konungur minnti á sig í dag með tilheyrandi nístings kulda og snjófoki. Þá er ekki hægt annað en að leiða hugann að komandi vetri og þeim hrossum sem munu gleðja okkur þennan veturinn. En við verðum með frekar ung hross en mér reiknast til að meðalaldurinn verði um 4.7 ár.
Fyrst má telja efnistryppin sem voru frumtamin sl vetur; þau Dagfara frá Eylandi, Þjórsá frá Eylandi sem er hér á myndinni til hliðar, Gyðju frá Árbæ og 1. verðlauna unghryssuna Öskju frá Mykjunesi.
Næstar er að nefna tvær hryssur á sjötta vetur sem eru Klettsdóttirin Ísold frá Mykjunesi og Þristsdóttirin Löpp frá Kambi. Báðar skjóttar og hreyfingarmiklar - önnur alhliða og hin klárhryssa.
Síðan eru það fimm tryppi á fjórða vetur sem verða kynnt seinna. Nokkur skemmtileg listatryppi eru í hópnum sem við bindum miklar vonir við. Svo að það er bara bjart og skemmtilegt framundan! :)
Fyrst má telja efnistryppin sem voru frumtamin sl vetur; þau Dagfara frá Eylandi, Þjórsá frá Eylandi sem er hér á myndinni til hliðar, Gyðju frá Árbæ og 1. verðlauna unghryssuna Öskju frá Mykjunesi.
Næstar er að nefna tvær hryssur á sjötta vetur sem eru Klettsdóttirin Ísold frá Mykjunesi og Þristsdóttirin Löpp frá Kambi. Báðar skjóttar og hreyfingarmiklar - önnur alhliða og hin klárhryssa.
Síðan eru það fimm tryppi á fjórða vetur sem verða kynnt seinna. Nokkur skemmtileg listatryppi eru í hópnum sem við bindum miklar vonir við. Svo að það er bara bjart og skemmtilegt framundan! :)