Hattur Frá Eylandi
Hattur er spennandi ungur stóðhestur undan gæðingunum Álf frá Selfossi (8.46) og Keilu frá Bjarnastöðum (8.36). Hattur er fæddur sumarið 2009 en er afar þroskaður og stór. Hann varð strax mjög lofthár og glæsilegur. Allur gangur er opinn, hvort sem það er tölt, brokk eða skeið enda á hann kyn til. Hatt eigum við og ræktuðum með góðum vin okkar, Elmari Sigurðssyni sem á Keilu.
Móðir Hatts er önnur hæstdæmda Keilirsdóttir frá Miðsitju á heimsvísu og var í verðlaunasæti bæði á LM2002 og LM2004 en hún hefur nú þegar skilað 1.verðlauna hryssu. Það er því spennandi ættbogi á bakvið hann , einskonar Álfs - Álfasteinsbanda ;) Hattur fékk að hitta nokkrar hryssur í sumar en hann er afar ljúfur og meðfærilegur. Það verður óneytanlega spennandi að frumtemja Hatt haustið 2012.
Myndinn var tekin á dögunum í Eylandi þar sem Hattur er við skyldustörf.
Móðir Hatts er önnur hæstdæmda Keilirsdóttir frá Miðsitju á heimsvísu og var í verðlaunasæti bæði á LM2002 og LM2004 en hún hefur nú þegar skilað 1.verðlauna hryssu. Það er því spennandi ættbogi á bakvið hann , einskonar Álfs - Álfasteinsbanda ;) Hattur fékk að hitta nokkrar hryssur í sumar en hann er afar ljúfur og meðfærilegur. Það verður óneytanlega spennandi að frumtemja Hatt haustið 2012.
Myndinn var tekin á dögunum í Eylandi þar sem Hattur er við skyldustörf.