Kisi kemur sér fyrir á gluggasyllunni :)
Þessi sæti kisi var tíður gestur á Eylandi í sumar eftir að Rut "slysaðist" til að gefa honum smá mjólk að drekka. Hann vildi ólmur komast inn í hús, það heppnaðist nokkrum sinnum hjá honum en þess á milli lét hann öllum illum látum. Hann elti Rut "utan á" húsinu og sat sem fastast á gluggasyllum þar sem hann fylgdist með henni. Hann gafst þó upp eftir nokkra daga en Oliver var ekkert allt of glaður með þennan sæta litla gest..