Pólstjarna frá Hamarsey aka. Pollan er sameign okkar og góðra vina, Hannesar og Ingu á Hamarsey. Pólstjarna er í góðu yfirlæti í Fellskoti ásamt fleiri Hamarseyja-folöldum. María í Fellskoti sendi okkur þessar fínu myndir af Pólstjörnu.
Pólstjarna er undan Perlu frá Hólshúsum og gæðingnum Vilmundi frá Feti. Hún var nú ósköp mikill kútur í fyrstu en sýndi strax miklar hreyfingar og rými. Það hefur síðan tognað úr Pólstjörnu og það verður gaman að fylgjast með henni í uppvextinum.
Pólstjarna er undan Perlu frá Hólshúsum og gæðingnum Vilmundi frá Feti. Hún var nú ósköp mikill kútur í fyrstu en sýndi strax miklar hreyfingar og rými. Það hefur síðan tognað úr Pólstjörnu og það verður gaman að fylgjast með henni í uppvextinum.