
Hátíð frá Fellskoti
Nú þegar síðasti dagur 2010 gengur í garð horfum við á Eylandi yfir árið og minnumst þess góða og slæma! Það má segja að 2010 hafi verið á vonbrigðanna að nokkru leyti enda verður hestaflensunni seint gleymt en hún setti allt sýningarhald, keppnir og sölu á hliðina.
Hestalega séð var 2010 tíðindalítið hjá okkur.. byrjaði reyndar vel en við vorum með fullt hesthús að skemmtilegum hryssum jafnt 1.verðlauna háttdæmdum merum sem og ungum vonarstjörnum. En þegar hrossin voru að komast í sitt besta form í enda apríl dundi flensan á hjá okkur og allt fór fyrir ekkert. Hestarnir fóru allir í um tveggja mánaða frí og síðla sumars voru nokkrar hryssur og keppnishestar teknir aftur inn.. sem betur fer höfðu þau jafnað sig vel af flensunni en auðvita voru þau úthaldslítil og að sumu leiti var eins og vetrarþjálfunin hefði farið fyrir lítði og við værum aftur á núllpunkti. Við ákváðum samt sem áður að fara með nokkrar hryssur í kynbótadóm, systurnar Karen og Hátíð, og skeiðhryssuna Tildru. Dómarnir gengu ágætlega en ekki eins vel og við höfðum vonað. Stundum er betra að sitja heima, það er lexía sem margir lærðu síðasta sumar.. Ekki bara vegna þjálfunarleysis heldur einnig vegna tilrauna í dómkerfi og einkennilegrar dómgæslu.
Ekki nóg með það að hestaflensan títtnefnda hafi sett allt sýningar og mótahald út skorðum þá komumst við á Eylandi ekki í eina einustu hestaferð á árinu.. Því verður sko bætt úr á næsta sumri enda það skemmtilegasta sem við gerum er að fara í hestaferðið með góðum vinum, njóta náttúrunnar og sitja góða hesta!
Hestalega séð var 2010 tíðindalítið hjá okkur.. byrjaði reyndar vel en við vorum með fullt hesthús að skemmtilegum hryssum jafnt 1.verðlauna háttdæmdum merum sem og ungum vonarstjörnum. En þegar hrossin voru að komast í sitt besta form í enda apríl dundi flensan á hjá okkur og allt fór fyrir ekkert. Hestarnir fóru allir í um tveggja mánaða frí og síðla sumars voru nokkrar hryssur og keppnishestar teknir aftur inn.. sem betur fer höfðu þau jafnað sig vel af flensunni en auðvita voru þau úthaldslítil og að sumu leiti var eins og vetrarþjálfunin hefði farið fyrir lítði og við værum aftur á núllpunkti. Við ákváðum samt sem áður að fara með nokkrar hryssur í kynbótadóm, systurnar Karen og Hátíð, og skeiðhryssuna Tildru. Dómarnir gengu ágætlega en ekki eins vel og við höfðum vonað. Stundum er betra að sitja heima, það er lexía sem margir lærðu síðasta sumar.. Ekki bara vegna þjálfunarleysis heldur einnig vegna tilrauna í dómkerfi og einkennilegrar dómgæslu.
Ekki nóg með það að hestaflensan títtnefnda hafi sett allt sýningar og mótahald út skorðum þá komumst við á Eylandi ekki í eina einustu hestaferð á árinu.. Því verður sko bætt úr á næsta sumri enda það skemmtilegasta sem við gerum er að fara í hestaferðið með góðum vinum, njóta náttúrunnar og sitja góða hesta!

Duld frá Eylandi
Þegar líða tók á sumar fóru folöldin að koma eitt af öðru. Við fengum langþrátt merfolald undan Veru okkar, Draumsýn kom einnig með hryssu og síðan fengum við tvo glæsilega Keilirssyni. Síðan kom Hrafndís með stórglæsilega hryssu undan Byr frá Mykjunesi en einnig misstum við eitt folald undan Byr. Það var hestfolald undan Sól frá Sauðárkróki en hún var afvelta við köstun og við fundum hana í dauðakippunum með folaldið fast í grindinni. Þá voru hrossin okkar á Mykjunesi vegna gosins í Eyjafjallajökli svo að það var brugðið á það ráð að flytja Sól upp í Eyland. Það var engin hægðarleikur en það þurfti traktora, net og fleiri græjur til að koma henni upp á Eyland enda stóð hún ekki í fæturnar.. En það hitti svo vel á að Rut var í próflestri og bjó þá í Eylandi, hjúkraði Sól, las og þreytti próf inn á milli í læknisfræðináminu sem hún stundar. Það tók um 10 daga að koma Sól aftur á fætur og það var mikill barningur, líklega verður hún aldrei söm. Nokkrar myndir fylgja með..

Að morgni 14. maí 2010
Ekki nóg með það að 2010 hafi einkennst af hestaflensu en þá fór Eyjafjallajökull á gjósa en hann er okkar nágranni. Eylandi er í um það bil 15 km loftlínu frá jöklinum og við urðum vel vör við hann. Reyndar var alveg ótrúlega heppni fyrir íbúa Vestur-Landeyja hversu hagstæðir vindar voru okkur. Það er löngu þekkt að á vorin er N-Austan áttin ríkjandi á Suðurlandi en hún blés aðeins nokkrum sinnum á meðan gosinu stóð. Ef vindur hefði staðið af N-Austri hefðu Landeyjarnar fyllst af ösku en sem betur fer fengum við aðeins nasaþef af gosinu. En það var ekki góð tilfinning að vera í námunda við jökullinn, við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert að gera nema bara bíða og vona. Við tókum á það ráð að færa öll okkar hross af svæðinu á meðan það versta stóð yfir enda búum við ekki á Eylandi og gátum því ekki haft daglegt eftirlit með vatnsbólum og ástandi hrossanna. En í byrjun júní færðum við hrossin aftur upp á Eylandi þeim til mikilla ánægju enda líður þeim best í heima högunum..

Framkvæmdir í Eylandi
Þar sem við höfðu smá aukatíma vegna hestaflensunar gátum við ómögulega setið heima "iðjulaus" og fórum í framkvæmdir á Eylandi. Farið var í að breyta gömlu kúafjósi í hesthús, þær framkvæmdir eru enn í gangi og vonumst við að hesthúsið verið orðið nothæft í vor. Við byrjuðum á því að hreinsa út úr fjósinu, rífa niður, brjóta og bramla. Gólfplatan var brotin niður og fjarlægð einnig einangrun úr veggjum. Svo að eftir stóð fokhelt hús. Nú er búið að steypa stóran fóðurgang, fronta og milligerði. Nú tekur við skemmtilegri vinna ss. einangrun, klæðning, setja upp hlið í stíurnar og fleira. Spennandi tími framundan í þessum framkvæmdum.
Í það heila var 2010 ágætis ár en mikið af skakkaföllum og bakslögum. Vonandi að 2011 beri í skauti sér skemmtilegri tíma en þó aðallega heilbrigða hesta og róleg náttúruöfl!
Í það heila var 2010 ágætis ár en mikið af skakkaföllum og bakslögum. Vonandi að 2011 beri í skauti sér skemmtilegri tíma en þó aðallega heilbrigða hesta og róleg náttúruöfl!