
Mæðgurnar léttstígar..
Perla frá Hólshúsum kastaði glæsilegu rauðskjóttu merfolaldi undan glæsihestinum Álf frá Selfossi. Litla daman er fallega skjótt og bara nokkuð glæsileg! Perlu eigum við með vinum okkar - þeim Hannesi og Ingu á Hamarsey, því er sú stutta okkar sameiginlega ræktun. Það var hrikalega gaman að fá rauðskjótta hryssu en það hefur lengi verið draumurinn ;) Nú er bara að finna fallegt nafn á skvísuna..