Hann er góður mjólkurdreytillinn..
Hryssurnar kasta ein af annarri. Perla frá Hólshúsum kastaði myndalegri Vilmundardóttur nú á dögunum. Óneitanlega gaman að fá hryssu og liturinn flottur en sú stutta er brúnstjörnótt. Faðirinn er gæðingurinn Vilmundur frá Feti og er þetta annað afkvæmi hans sem við fáum í vor en Hnáta frá Hábæ kastaði tinnusvörtu stóðhestsefni um miðjan mánuðinn. Gaman að eiga eitt af hvoru kyni undan honum Vilmundi!
Perlu og merfolaldið eigum við með góðum vinum okkar, þeim Hannesi og Ingu í Hamarsey. Perla er nú farin á ný til stóðhests og varð glæsiklárhesturinn Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum fyrir valinu.
Perlu og merfolaldið eigum við með góðum vinum okkar, þeim Hannesi og Ingu í Hamarsey. Perla er nú farin á ný til stóðhests og varð glæsiklárhesturinn Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum fyrir valinu.