Nokkrar vikur eru síðan við tókum fyrstu hrossin inn eftir að Davíð hafði þrifið húsið hátt og lágt, málað og borið á. Það er alltaf tilhlökkun þegar það er búið því það þýðir bara eitt - nú verður farið og tekið inn :)
Það voru þau Hattur og Dagfari frá Eylandi, Glaður frá Mykjunesi og prinssessurnar Von frá Ey I ásamt uppáhaldinu Öskju frá Mykjunesi sem komu inn í þessari umferð. Ungur en efnilegur hópur þar á ferðinni. Stefnir í skemmtilegan vetur og verða 8 af þeim 12 hrossum sem tekin verða inn ræktuð af okkur, þe. frá Eylandi og Mykjunesi.
Það voru þau Hattur og Dagfari frá Eylandi, Glaður frá Mykjunesi og prinssessurnar Von frá Ey I ásamt uppáhaldinu Öskju frá Mykjunesi sem komu inn í þessari umferð. Ungur en efnilegur hópur þar á ferðinni. Stefnir í skemmtilegan vetur og verða 8 af þeim 12 hrossum sem tekin verða inn ræktuð af okkur, þe. frá Eylandi og Mykjunesi.