Elja og Muni
Muni frá Mykunesi er undan klárhryssunni Elju frá Þingeyrum (8.04) en fjögurra vetra hryssan okkar Askja frá Mykjunesi (8.08) er einnig undan Elju. Faðir Muna er síðan stólpagæðingurinn Máttur frá Leirubakka sem er að gefa ansi áhugaverð folöld - hálfgerðar köngulær enda er Máttur sjálfur gríðalega háfættur, bolléttur og hálslangur. Einnig eru þau fjölhæf á gangi og fara vel. Muni er spenndi folald sem gaman verður að fylgjast með í uppvextinum :)